Hættum að skattleggja fátækt Kristjana Rut Atladóttir skrifar 27. apríl 2021 14:30 Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Flokkur fólksins Félagsmál Mest lesið Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Lægstu laun á Íslandi eru 351.000 kr. Eftir skatta skilar það fólki aðeins 280.000 krónum sem dugar ekki til grunnframfærslu. Samkvæmt skýrslu UNICEF sem kom út árið 2016 líða rúmlega 9% barna á Íslandi efnislegan skort, sum hver verulegan skort. Þessar tölur hafa tvöfaldast frá árinu 2009 og aðrar sambærilegar rannsóknir sýna að þessi hópur hefur stækkað undanfarin ár. Umræðan um fátækt er oft flókin og sumir kjörnir fulltrúar vilja jafnvel telja okkur trú um að lítið sé hægt að gera í málinu. Aftur á móti hefur Flokkur fólksins einfalda tillögu um það hvernig hægt er að takast á við þetta samfélagsmein. Hættum að skattleggja fátækt. Okkar samfélag græðir lítið á því að skattleggja einstaklinga með lágmarkslaun. Í skýrslu um dreifingu skattbyrðar sem unnin var fyrir stéttarfélagið Eflingu og birt var í febrúar 2019 kemur fram að milli áranna 1993 og 2015 lækkaði skattbyrði hæstu tekjuhópa en skattbyrði lægstu tekjuhópa jókst. Á sama tíma hækkuðu fasteignaverð verulega. Sú þróun kemur illa við lágtekjufólk sem þarf að verja stærstum hluta tekna sinna í húsnæði. Afleiðingarnar birtast m.a. í því að hlutfall leigjenda hefur aukist og ungmenni flytja nú seinna að heiman. Mikil umræða hefur átt sér stað síðustu ár um hvernig breyta eigi skattkerfinu þannig að það íþyngi ekki þeim sem minnstar tekjur hafa. Með þrjú skattþrep og 50.792 kr. persónuafslátt þá eru skattleysismörk launatekna á mánuði í kringum 168.000 kr. Flokkur fólksins vill hækka þessi mörk upp í 350.000 kr. og innleiða fallandi persónuafslátt. Fallandi persónuafsláttur virkar þannig að eftir að skattleysismörkum er náð lækkar persónuafsláttur í samræmi við tekjuaukningu þar til hann fellur niður við ákveðin efri mörk. Með því að taka upp fallandi persónuafslátt er hægt að hækka skattleysismörk talsvert og koma í veg fyrir tekjumissi ríkissjóðs með lægri persónuafslætti hátekjufólks. Það er okkar sannfæring að við getum öll sammælst í því að koma í veg fyrir að börn á Íslandi þurfi að búa við fátækt. Það er þjóðarskömm að skattleggja fátækt í eins ríku landi og Ísland er. Við getum og ættum að hugsa betur um þá sem minnst hafa. Höfundur er formaður ungliðahreyfingar Flokks fólksins.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun