Borche: Deildin er að verða brjáluð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 21:32 ÍR-ingar spiluðu vel gegn toppliði Keflvíkinga í kvöld. vísir/vilhelm Borche Ilevski, þjálfari ÍR, kvaðst sáttur með frammistöðuna gegn Keflavík en var svekktur að hún skildi ekki skila sigri gegn toppliðinu. Keflavík vann leikinn, 109-116, eftir framlengingu. Danero Thomas jafnaði með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir, 100-100, en Keflavík var sterkari í framlengingunni. „Þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina. Bæði lið skoruðu mikið. En við brugðumst ekki við í vörninni eins og við vildum og gerðum mistök í vagg og veltunni [e. pick and roll] með Herði Axel [Vilhjálmssyni] og [Dominykas] Milka. Keflvíkingar spila það mjög mikið, við gerðum ráðstafanir fyrir leik en á vellinum gerðist annað. Þeir skoruðu mörg stig úr þessu,“ sagði Borche við Vísi eftir leikinn. „Við komum leiknum í framlengingu en Keflavík var einfaldlega betra liðið í kvöld.“ ÍR skoraði 109 stig gegn besta varnarliði deildarinnar í kvöld. Borche kvaðst sáttur með það en vill fara að vinna leiki. „Við erum ánægðir með það en við þurfum að hugsa um að vinna leiki, sérstaklega þegar deildin er að verða brjáluð. Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi kemur hann í næsta leik,“ sagði Borche. ÍR er núna í 9. sæti deildarinnar. Borche vonast til að sínir menn komist í úrslitakeppnina en þeir eru ekki inni í henni eins og staðan er núna. „Ég er auðvitað áhyggjufullur en önnur lið eru líka áhyggjufull. Þetta er skrítið tímabil. Það eru nokkur lið, eins og Njarðvík, Grindavík og við, sem eru í vandræðum. Þetta er ótrúlega skrítið tímabil. En þessi leikur sýndi að við getum spilað gegn öllum í deildinni og við verðum sterkari og með meira sjálfstraust í næstu leikjum,“ sagði Borche. „En sigrar búa til sjálfstraust og okkur vantar þá.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Keflavík vann leikinn, 109-116, eftir framlengingu. Danero Thomas jafnaði með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir, 100-100, en Keflavík var sterkari í framlengingunni. „Þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina. Bæði lið skoruðu mikið. En við brugðumst ekki við í vörninni eins og við vildum og gerðum mistök í vagg og veltunni [e. pick and roll] með Herði Axel [Vilhjálmssyni] og [Dominykas] Milka. Keflvíkingar spila það mjög mikið, við gerðum ráðstafanir fyrir leik en á vellinum gerðist annað. Þeir skoruðu mörg stig úr þessu,“ sagði Borche við Vísi eftir leikinn. „Við komum leiknum í framlengingu en Keflavík var einfaldlega betra liðið í kvöld.“ ÍR skoraði 109 stig gegn besta varnarliði deildarinnar í kvöld. Borche kvaðst sáttur með það en vill fara að vinna leiki. „Við erum ánægðir með það en við þurfum að hugsa um að vinna leiki, sérstaklega þegar deildin er að verða brjáluð. Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi kemur hann í næsta leik,“ sagði Borche. ÍR er núna í 9. sæti deildarinnar. Borche vonast til að sínir menn komist í úrslitakeppnina en þeir eru ekki inni í henni eins og staðan er núna. „Ég er auðvitað áhyggjufullur en önnur lið eru líka áhyggjufull. Þetta er skrítið tímabil. Það eru nokkur lið, eins og Njarðvík, Grindavík og við, sem eru í vandræðum. Þetta er ótrúlega skrítið tímabil. En þessi leikur sýndi að við getum spilað gegn öllum í deildinni og við verðum sterkari og með meira sjálfstraust í næstu leikjum,“ sagði Borche. „En sigrar búa til sjálfstraust og okkur vantar þá.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09 Mest lesið Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Fótbolti Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Fótbolti Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Körfubolti „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Fótbolti Stjarnan er meistari meistaranna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09