Borche: Deildin er að verða brjáluð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 21:32 ÍR-ingar spiluðu vel gegn toppliði Keflvíkinga í kvöld. vísir/vilhelm Borche Ilevski, þjálfari ÍR, kvaðst sáttur með frammistöðuna gegn Keflavík en var svekktur að hún skildi ekki skila sigri gegn toppliðinu. Keflavík vann leikinn, 109-116, eftir framlengingu. Danero Thomas jafnaði með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir, 100-100, en Keflavík var sterkari í framlengingunni. „Þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina. Bæði lið skoruðu mikið. En við brugðumst ekki við í vörninni eins og við vildum og gerðum mistök í vagg og veltunni [e. pick and roll] með Herði Axel [Vilhjálmssyni] og [Dominykas] Milka. Keflvíkingar spila það mjög mikið, við gerðum ráðstafanir fyrir leik en á vellinum gerðist annað. Þeir skoruðu mörg stig úr þessu,“ sagði Borche við Vísi eftir leikinn. „Við komum leiknum í framlengingu en Keflavík var einfaldlega betra liðið í kvöld.“ ÍR skoraði 109 stig gegn besta varnarliði deildarinnar í kvöld. Borche kvaðst sáttur með það en vill fara að vinna leiki. „Við erum ánægðir með það en við þurfum að hugsa um að vinna leiki, sérstaklega þegar deildin er að verða brjáluð. Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi kemur hann í næsta leik,“ sagði Borche. ÍR er núna í 9. sæti deildarinnar. Borche vonast til að sínir menn komist í úrslitakeppnina en þeir eru ekki inni í henni eins og staðan er núna. „Ég er auðvitað áhyggjufullur en önnur lið eru líka áhyggjufull. Þetta er skrítið tímabil. Það eru nokkur lið, eins og Njarðvík, Grindavík og við, sem eru í vandræðum. Þetta er ótrúlega skrítið tímabil. En þessi leikur sýndi að við getum spilað gegn öllum í deildinni og við verðum sterkari og með meira sjálfstraust í næstu leikjum,“ sagði Borche. „En sigrar búa til sjálfstraust og okkur vantar þá.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Keflavík vann leikinn, 109-116, eftir framlengingu. Danero Thomas jafnaði með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir, 100-100, en Keflavík var sterkari í framlengingunni. „Þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina. Bæði lið skoruðu mikið. En við brugðumst ekki við í vörninni eins og við vildum og gerðum mistök í vagg og veltunni [e. pick and roll] með Herði Axel [Vilhjálmssyni] og [Dominykas] Milka. Keflvíkingar spila það mjög mikið, við gerðum ráðstafanir fyrir leik en á vellinum gerðist annað. Þeir skoruðu mörg stig úr þessu,“ sagði Borche við Vísi eftir leikinn. „Við komum leiknum í framlengingu en Keflavík var einfaldlega betra liðið í kvöld.“ ÍR skoraði 109 stig gegn besta varnarliði deildarinnar í kvöld. Borche kvaðst sáttur með það en vill fara að vinna leiki. „Við erum ánægðir með það en við þurfum að hugsa um að vinna leiki, sérstaklega þegar deildin er að verða brjáluð. Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi kemur hann í næsta leik,“ sagði Borche. ÍR er núna í 9. sæti deildarinnar. Borche vonast til að sínir menn komist í úrslitakeppnina en þeir eru ekki inni í henni eins og staðan er núna. „Ég er auðvitað áhyggjufullur en önnur lið eru líka áhyggjufull. Þetta er skrítið tímabil. Það eru nokkur lið, eins og Njarðvík, Grindavík og við, sem eru í vandræðum. Þetta er ótrúlega skrítið tímabil. En þessi leikur sýndi að við getum spilað gegn öllum í deildinni og við verðum sterkari og með meira sjálfstraust í næstu leikjum,“ sagði Borche. „En sigrar búa til sjálfstraust og okkur vantar þá.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09 Mest lesið Leik lokið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti „Hann er topp þrír í deildinni“ Körfubolti „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Enski boltinn Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Brentford - Man City | Heldur Haaland áfram þar sem frá var horfið? Enski boltinn Fiorentina - Roma 1-2 | Albert spilaði fyrri hálfleik í tapi Fótbolti Fleiri fréttir „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09