Borche: Deildin er að verða brjáluð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. apríl 2021 21:32 ÍR-ingar spiluðu vel gegn toppliði Keflvíkinga í kvöld. vísir/vilhelm Borche Ilevski, þjálfari ÍR, kvaðst sáttur með frammistöðuna gegn Keflavík en var svekktur að hún skildi ekki skila sigri gegn toppliðinu. Keflavík vann leikinn, 109-116, eftir framlengingu. Danero Thomas jafnaði með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir, 100-100, en Keflavík var sterkari í framlengingunni. „Þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina. Bæði lið skoruðu mikið. En við brugðumst ekki við í vörninni eins og við vildum og gerðum mistök í vagg og veltunni [e. pick and roll] með Herði Axel [Vilhjálmssyni] og [Dominykas] Milka. Keflvíkingar spila það mjög mikið, við gerðum ráðstafanir fyrir leik en á vellinum gerðist annað. Þeir skoruðu mörg stig úr þessu,“ sagði Borche við Vísi eftir leikinn. „Við komum leiknum í framlengingu en Keflavík var einfaldlega betra liðið í kvöld.“ ÍR skoraði 109 stig gegn besta varnarliði deildarinnar í kvöld. Borche kvaðst sáttur með það en vill fara að vinna leiki. „Við erum ánægðir með það en við þurfum að hugsa um að vinna leiki, sérstaklega þegar deildin er að verða brjáluð. Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi kemur hann í næsta leik,“ sagði Borche. ÍR er núna í 9. sæti deildarinnar. Borche vonast til að sínir menn komist í úrslitakeppnina en þeir eru ekki inni í henni eins og staðan er núna. „Ég er auðvitað áhyggjufullur en önnur lið eru líka áhyggjufull. Þetta er skrítið tímabil. Það eru nokkur lið, eins og Njarðvík, Grindavík og við, sem eru í vandræðum. Þetta er ótrúlega skrítið tímabil. En þessi leikur sýndi að við getum spilað gegn öllum í deildinni og við verðum sterkari og með meira sjálfstraust í næstu leikjum,“ sagði Borche. „En sigrar búa til sjálfstraust og okkur vantar þá.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Keflavík vann leikinn, 109-116, eftir framlengingu. Danero Thomas jafnaði með þriggja stiga körfu þegar skammt var eftir, 100-100, en Keflavík var sterkari í framlengingunni. „Þetta var góður leikur fyrir stuðningsmennina. Bæði lið skoruðu mikið. En við brugðumst ekki við í vörninni eins og við vildum og gerðum mistök í vagg og veltunni [e. pick and roll] með Herði Axel [Vilhjálmssyni] og [Dominykas] Milka. Keflvíkingar spila það mjög mikið, við gerðum ráðstafanir fyrir leik en á vellinum gerðist annað. Þeir skoruðu mörg stig úr þessu,“ sagði Borche við Vísi eftir leikinn. „Við komum leiknum í framlengingu en Keflavík var einfaldlega betra liðið í kvöld.“ ÍR skoraði 109 stig gegn besta varnarliði deildarinnar í kvöld. Borche kvaðst sáttur með það en vill fara að vinna leiki. „Við erum ánægðir með það en við þurfum að hugsa um að vinna leiki, sérstaklega þegar deildin er að verða brjáluð. Þú veist aldrei hvað gerist. Við þurfum nauðsynlega á sigri að halda og vonandi kemur hann í næsta leik,“ sagði Borche. ÍR er núna í 9. sæti deildarinnar. Borche vonast til að sínir menn komist í úrslitakeppnina en þeir eru ekki inni í henni eins og staðan er núna. „Ég er auðvitað áhyggjufullur en önnur lið eru líka áhyggjufull. Þetta er skrítið tímabil. Það eru nokkur lið, eins og Njarðvík, Grindavík og við, sem eru í vandræðum. Þetta er ótrúlega skrítið tímabil. En þessi leikur sýndi að við getum spilað gegn öllum í deildinni og við verðum sterkari og með meira sjálfstraust í næstu leikjum,“ sagði Borche. „En sigrar búa til sjálfstraust og okkur vantar þá.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla ÍR Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09 Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: ÍR- Keflavík 109-116 | Áttundi sigur Keflvíkinga í röð og deildarmeistaratitilinn í augsýn Keflavík vann sinn áttunda leik í röð þegar liðið bar sigurorð af ÍR, 109-116, í framlengdum hörkuleik í Seljaskóla í Domino's deild karla í kvöld. 26. apríl 2021 21:09