Körfubolti

Durant sneri aftur með stæl og Brooklyn á toppnum

Sindri Sverrisson skrifar
Kevin Durant horfir á eftir boltanum fara ofan í körfuna í sigrinum á Phoenix Suns í nótt.
Kevin Durant horfir á eftir boltanum fara ofan í körfuna í sigrinum á Phoenix Suns í nótt. AP/Kathy Willens

Eftir að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla sneri Kevin Durant aftur með Brooklyn Nets í gærkvöld og skoraði 33 stig í 128-119 sigri gegn Phoenix Suns.

Brooklyn (41 sigur, 20 töp) er því eitt á toppi austurdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta nú þegar liðið á ellefu leiki eftir fram að úrslitakeppni. Philadelphia 76ers (39/21) berjast við Brooklyn um austurdeildarmeistaratitilinn en eru í 2. sæti eftir fjögur töp í röð.

Tap Phoenix (42/18) þýðir einnig að Utah Jazz (44/16) styrkti stöðu sína á toppi vesturdeildar.

Durant kom inn af bekknum í gærkvöld eftir að hafa misst af síðustu leikjum vegna meiðsla í læri. Hann lék þó 28 mínútur.

Brooklyn komst tíu stigum yfir í fyrsta sinn, 102-92, snemma í fjórða leikhluta eftir að Durant skoraði fyrstu fimm stigin í leikhlutanum.

Kyrie Irving var stigahæstur hjá Brooklyn með 34 stig en Devin Booker setti niður 36 stig fyrir Phoenix sem tapaði öðrum leik sínum í röð.

Úrslitin í gær:

  • Charlotte 125-104 Boston
  • Brooklyn 128-119 Phoenix
  • Portland 113-120 Memphis
  • Washington 119-110 Cleveland
  • Atlanta 111-104 Milwaukee
  • Orlando 112-131 Indiana
  • Golden State 117-113 Sacramento

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×