Innlent

Þyrla Gæslunnar sótti konu á gosstöðvarnar í nótt

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Fólk við gosstöðvarnar.
Fólk við gosstöðvarnar. Vísir/RAX

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að sækja konu á gosstöðvarnar í Geldingadölum. Hún hafði orðið viðskila við hóp sem hún var í laust fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi.

Ríkisútvarpið hefur eftir lögreglumanni að konan hafi átt í erfiðleikum með að átta sig á því hvar hún væri stödd og því var reynt að staðsetja síma hennar auk þess sem hún veifaði vasaljósi sem hún hafði meðferðis. 

Að lokum fannst hún í hlíð við eldgosið og hafði slasað sig á fæti og því var ákveðið að kalla út þyrluna til að flytja hana til Reykjavíkur. 

Ekki er ljóst hvort konan sé illa slösuð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.