NBA dagsins: Kerr agndofa yfir frammistöðu listamannsins Currys Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. apríl 2021 15:00 Stephen Curry bauð upp á skotsýningu í Fíladelfíu. getty/Rich Schultz Þrátt fyrir að vera 33 ára og hafa misst af nánast öllu síðasta tímabili vegna meiðsla hefur Stephen Curry sennilega aldrei spilað betur en upp á síðkastið. Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot þegar Golden State Warriors bar sigurorð af Philadelphia 76ers, toppliði Austurdeildarinnar, í NBA í nótt. Þjálfari Golden State, Steve Kerr, hefur séð margt á löngum ferli en segir að frammistaða Currys í nótt og í síðustu leikjum sé einstök. „Það er eitthvað fallegt við þetta. Þetta er í alvörunni list. Það er ótrúlegt að horfa á þetta. Enginn í sögunni hefur gert það sem hann er að gera núna,“ sagði Kerr sem lék meðal annars með sjálfum Michael Jordan á sínum tíma. Curry hefur skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri í NBA. Þá hefur enginn leikmaður Golden State skorað þrjátíu stig eða meira í jafn mörgum leikjum í röð síðan Wilt Chamberlain 1964. Þótt apríl sé aðeins rétt rúmlega hálfnaður hefur Curry átt fimm fjörutíu stiga leiki í mánuðinum. Tölfræðin sem Curry hefur boðið upp á í apríl er algjörlega mögnuð. Hann er með 40,8 stig að meðaltali í leik, 6,2 fráköst og 4,4 stoðsendingar. Skotnýtingin er svo einstök; 54,9 prósent utan af velli, 50,1 prósent fyrir utan þriggja stiga línuna og 90,9 prósent úr vítum. Golden State er í 9. sæti Vesturdeildarinnar en liðin í sætum sjö til tíu fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Philadelphia og Golden State, Denver Nuggets og Memphis Grizzlies og Milwaukee Bucks og Phoenix Suns auk flottustu tilþrifa næturinnar. Klippa: NBA dagsins 20. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira