Lífið

Kristín Péturs kennir Dóra DNA á sam­fé­lags­miðla­leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
download (2)

Halldór Halldórsson, betur þekktur sem Dóri DNA, byrjaði með nýja framkvæmdarþætti á Stöð 2 á dögunum. Þættirnir bera nafnið Skítamix.

Í þeim mætir hann heim til þekktra Íslendinga og aðstoðar þá við allskonar framkvæmdir heima fyrir.

Í þættinum í gær leit Dóri við hjá leikkonunni Kristínu Pétursdóttur sem fjárfesti í íbúð í miðborginni fyrir nokkrum mánuðum og tók hana í gegn frá a-ö. Íbúðin hefur í raun verið í fjölskyldunni hennar í áratugi og bjó hún þar til að mynda sem ungabarn.

Kristín er einn vinsælasti áhrifavaldur landsins og vildi Dóri því eðlilega fá nokkur góð ráð í samfélagsmiðlaleiknum.

Hér að neðan má sjá hvernig það gekk hjá Kristínu að kenna Dóra á Instagram og hvað væri mikilvægast í þeim efnum.

Klippa: Kristín Péturs kennir Dóra DNA samfélagsmiðlaleikinn

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.