Körfubolti

Þrír leikmenn framlengja við Keflavík

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar á yfirstandandi tímabili.
Deane Williams hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar á yfirstandandi tímabili. Vísir/Daníel

Þeir Deane Williams, Arnór Sveinsson og Magnús Pétursson framlengdu allir samninga sína við Keflavík í dag. Þetta var tilkynnt á heimasíðu liðsins fyrr í dag.

Deane Williams, sem hefur verið einn besti leikmaður deildarinnar í vetur, framlengir samning sinn um eitt ár. Hann mun því spila með Keflavíkurliðinu út næsta tímabil.

Arnór Sveinsson og Magnús Pétursson framlengja einnig um eitt ár. Arnór og Magnús eru ungir og efnilegir leikmenn eins og kemur fram á heimasíðu Keflavíkur.

Þar kemur einnig fram að á næstu dögum muni fleiri fréttir berast af leikmannamálum liðsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.