Durant dró vagninn fyrir félaga sína og skoraði 25 stig, ásamt því aðgefa 11 stoðsendingar og taka þrjú fráköst. Joe Harris átti líka flottan leik í liði Brooklyn með 26 stig.
Philadelphia 76ers gerðu sér lítið fyrir og bundu enda á sjö leikja sigurgöngu Los Angeles Clippers. Joel Embiid var allt í öllu fyrir 76ers, en hann setti niður 36 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Philadelphia trónir á toppnum í austurdeild NBA deildarinnar.
Paul George gerði hvað hann gat fyrir sína menn í Clippers, en hann setti niður 37 stig og tók 9 fráköst. Það dugði þó ekki til og 106-103 sigur 76ers því staðreynd.
Chicago Bulls töpuðu sínum fimmta leik í röð þegar þeir tóku á móti Mamphis Grizzlies. Dillon Brooks skoraði 32 stig fyrir Memphis menn, en þetta er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Lokatölur 126-115 og Bulls enn fyrir utan topp tíu í austurdeildinni.
Portland Trail Blazers sluppu með skrekkinn gegn San Antonio Spurs, en Spurs klikkuðu á þrem skotum í lokasókn sinni. Lokatölur 107-106, þar sem CJ McCollum var stigahæstur með 29 stig.
Úrslitin í nótt
Indiana Pacers 111-119 Utah Jazz
Oklahoma City Thunder 104-110 Detroit Pistons
LA Clippers 103-106 Philadelphia 76ers
New Orleans Pelicans 115-117 Washington Wizards
Charlotte Hornets 115-130 Brooklyn Nets
Orlando Magic 102-113 Toronto Raptors
Memphis Grizzlies 126-115 Chicago Bulls
Denver Nuggets 128-99 Houston Rockets
Miami Heat 111-119 Minnesota Timberwolves
Portland Trail Blazers 107-106 San Antonio Spurs
New York Knicks 117-109 Dallas Mavericks