Tatum frábær í naumum sigri Boston og toppliðin unnu öll Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. apríl 2021 07:31 Tatum var frábær í liði Celtics í nótt. EPA-EFE/JOHN G. MABANGLO Sjö leikir fóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Boston Celtics vann eins stigs sigur á Portland Trail Blazers, 116-115, en annars var allt eftir bókinni. Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni. Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Sjá meira
Boston Celtics virðast vera að hitna nú þegar styttist í úrslitakeppnina og höfðu unnið þrjá í röð fyrir leik næturinnar á meðan Portland hefur hikstað. Leikurinn var frábær skemmtun og nokkuð jafn nær allan tímann þó Dame Lillard og félagar hafi verið yfirhöndina framan af fyrri hálfleik. Munurinn var aldrei meira en nokkur stig fram í fjórða leikhluta þegar Celtics náðu átta stiga forystu, 99-91. Lillard jafnaði metin fyrir Portland í 109-109 með frábæru þriggja stiga skoti úr horninu þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Portland var svo komið stigi yfir þegar mínúta var eftir, 112-111. Fljótt skipast veður í lofti en Boston nýtti tvær næstu sóknir og var 116-112 yfir áður en Norman Powell minnkaði muninn í 116-115 sem reyndust lokatölur leiksins. Damian Lillard var stigahæstur hjá Portland með 28 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Carmelo Anthony með 25 stig. Jayson Tatum skoraði 32 stig í liði Celtics ásamt því að taka níu fráköst og gefa fjórar stoðsendingar. Jaylen Brown kom þar á eftir með 24 stig. @jaytatum0 drops 25 of his 32 PTS in the 2nd half... @celtics win their 4th in a row! #BleedGreen pic.twitter.com/nG4UGDsNhe— NBA (@NBA) April 14, 2021 Kyle Kuzma skorðai 24 stig er Los Angeles Lakers vann Charlotte Hornets, 101-93. Bojan Bogdanović skoraði 23 stig fyrir Utah Jazz er liðið vann Oklahoma City Thunder með tíu stiga mun, 106-96. Kevin Durant skoraði 31 stig þegar Brooklyn Nets valtaði yfir Minnesota Timberwolves, 127-97. Paul George skoraði 36 er Los Angeles Clippers vann Indiana Pacers 126-115. Var þetta sjötti sigurleikur Clippers í röð. Paul George sparks the @LAClippers 6th win in a row! #ClipperNation 36 PTS, 7 REB, 8 AST 4th straight 30-point game pic.twitter.com/o8FhXo3XYQ— NBA (@NBA) April 14, 2021 Bogdan Bogdanović skoraði jafn mörg og nafni sinn Bojan er Atlanta Hawks vann Toronto Raptors 108-103.Clint Capela skoraði 19 stig og tók 21 frákast í liði Atlanta á meðan Pascal Siakam skoraði 30 stig í liði Raptors. Að lokum valtaði Phoenix Suns yfir Miami Heat, 106-86, þar sem sex leikmenn Suns skoruðu 12 stig eða meira. Deandre Ayton þeirra stigahæstur með 19 stig en hann tók einnig 13 fráköst. Staðan í deildinni.
Körfubolti NBA Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Sjá meira