Körfubolti

NBA dagsins: Ó­trú­leg troðsla Brid­ges, sigur­karfa DeRozan og ó­væntur endir í leik Boston og Den­ver

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Miles Bridges átti flottustu tilþrif næturinnar í NBA-deildinni.
Miles Bridges átti flottustu tilþrif næturinnar í NBA-deildinni. NBA

Það var af nægu að taka í NBA-deildinni í nótt. Mögnuð troðsla Miles Bridges dugði ekki gegn Atlanta Hawks. DeMar DeRozan tryggði San Antonio Spurs sigur með „næstum“ flautukörfu og Denver Nuggets hættu einfaldlega í óvæntu tapi gegn Boston Celtics.

Leikur Charlotte Hornets og Atlanta Hawks fór fram í gærkvöld. Atlanta vann mikilvægan sigur en bæði lið eru í baráttunni um heimavallarrétt í úrslitakeppninni. 

Glæsilegustu tilþrif leiksins átti samt Miles Bridges er hann átti eina af toðslum tímabilsins. Clint Capela – sem skoraði 20 stig og tók 15 fráköst í leiknum – er eflaust enn að jafna sig. 

Lokatölur 105-101 Atlanta Hawks í vil en Hawks eru óvænt í 4. sæti Austurdeildarinnar á meðan Hornets eru í 6. sæti.

Dallas Mavericks og San Antonio Spurs mættust í slagnum um Texas. Leikurinn var frábær skemmtun og réðust úrslitin ekki fyrr en í blálokin. DeMar DeRozan hetja Spurs en hann skoraði alls 33 stig í leiknum ásamt því að gefa átta stoðsendingar.

Klippa: NBA dagsins

Þá vann Boston Celtics ótrúlegan sigur á Denver Nuggets. Nikola Jokić og félagar hættu einfaldlega í síðasta fjórðung leiksins. Þeir voru úr því að leiða með 14 stigum í að tapa með 18 stiga mun. Ótrúlegar sveiflur en Denver skoruðu aðeins átta stig í fjórða leikhluta.

Þrátt fyrir hörmungar endi náði Jokić samt þrefaldri tvennu en hann skoraði 17 stig, gaf 11 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Stigahæstur hjá Nuggets var Michael Porter Jr. með 22 stig og tók hann einnig 11 fráköst. Hjá Boston var Jayson Tatum stigahæstur með 28 stig ásamt því að taka tíu fráköst og þar á eftir kom Jaylen Brown með 20 stig.


NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×