Körfubolti

Haukur Helgi úr leik fram í ágúst

Sindri Sverrisson skrifar
Haukur Helgi Pálsson verður ekki meira með Andorra á þessari leiiktíð.
Haukur Helgi Pálsson verður ekki meira með Andorra á þessari leiiktíð. Getty/Noelia Deniz

Tímabilinu er lokið hjá Hauki Helga Pálssyni, landsliðsmanni í körfubolta, en hann verður frá keppni næstu fjóra mánuðina vegna meiðsla.

Haukur spilar með liði Andorra, frá samnefndu smáríki, í spænsku úrvalsdeildinni. Félagið greindi frá því í dag að Haukur þyrfti að fara í aðgerð vegna meiðsla í hægri ökkla.

Ef að líkum lætur gæti Haukur mögulega snúið aftur til keppni í ágúst en þá gætu næstu leikir Íslands í forkeppni HM verið á dagskrá. Það á þó eftir að skýrast.

Haukur, sem er 28 ára, lék 19 leiki með Andorra í spænsku úrvalsdeildinni í vetur. Hann skoraði að meðaltali 8 stig í leik og tók 2,5 fráköst.

Andorra er í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá sæti í úrslitakeppninni.


Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.