Curry kreisti fram mikilvægan sigur Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 07:31 Stephen Curry skýtur sér á milli Khris Middleton og Jrue Holiday í San Francisco í nótt. AP/Jeff Chiu „Við vitum allir hversu mikið við þurftum á þessu að halda,“ sagði Stephen Curry eftir að hafa leitt Golden State Warriors til eins stigs sigurs á Milwaukee Bucks, 122-121, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Golden State er eitt þeirra liða sem berjast um að komast í hið nýja umspil um fjögur síðustu lausu sætin í 16 liða úrslitakeppninni í vor. Umspilið fer fram í næsta mánuði en þangað fara liðin í 7.-10. sæti í hvorri deild; vesturdeildinni og austurdeildinni. Curry og félagar eru í 10. sæti vesturdeildar en þó í aðeins skárri stöðu eftir sigurinn torsótta í nótt. Þeir eru núna með 24 sigra en 27 töp. Næsta lið á eftir er New Orleans Pelicans, sem tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 123-107, en New Orleans er með 22 sigra og 28 töp. Golden State var 12 stigum undir seint í þriðja leikhluta en náði að tryggja sér sigur í blálokin. Curry skoraði 41 stig, þar af fimm þrista, en það var Kelly Oubre Jr. sem skoraði sigurstigin af vítalínunni þegar 7,7 sekúndur voru eftir án þess að Milwaukee næði að svara fyrir sig. Giannis Antetokounmpo missti af öðrum leiknum í röð fyrir Milwaukee vegna eymsla í hné en hann hefur nú misst af fjórum af síðustu níu leikjum liðsins. „Hann hitaði upp í kvöld og fann smá fyrir þessu. Við tókum þá ákvörðun að það væri betra að hann sleppti því að spila í kvöld,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee. Úrslitin í nótt: Indiana 97-113 Chicago Atlanta 123-107 New Orleans Boston 96-106 Philadelphia Toronto 101-110 LA Lakers Miami 112-124 Memphis Denver 134-119 Detroit Golden State 122-121 Milwaukee LA Clippers 133-116 Portland NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Golden State er eitt þeirra liða sem berjast um að komast í hið nýja umspil um fjögur síðustu lausu sætin í 16 liða úrslitakeppninni í vor. Umspilið fer fram í næsta mánuði en þangað fara liðin í 7.-10. sæti í hvorri deild; vesturdeildinni og austurdeildinni. Curry og félagar eru í 10. sæti vesturdeildar en þó í aðeins skárri stöðu eftir sigurinn torsótta í nótt. Þeir eru núna með 24 sigra en 27 töp. Næsta lið á eftir er New Orleans Pelicans, sem tapaði fyrir Atlanta Hawks í nótt, 123-107, en New Orleans er með 22 sigra og 28 töp. Golden State var 12 stigum undir seint í þriðja leikhluta en náði að tryggja sér sigur í blálokin. Curry skoraði 41 stig, þar af fimm þrista, en það var Kelly Oubre Jr. sem skoraði sigurstigin af vítalínunni þegar 7,7 sekúndur voru eftir án þess að Milwaukee næði að svara fyrir sig. Giannis Antetokounmpo missti af öðrum leiknum í röð fyrir Milwaukee vegna eymsla í hné en hann hefur nú misst af fjórum af síðustu níu leikjum liðsins. „Hann hitaði upp í kvöld og fann smá fyrir þessu. Við tókum þá ákvörðun að það væri betra að hann sleppti því að spila í kvöld,“ sagði Mike Budenholzer, þjálfari Milwaukee. Úrslitin í nótt: Indiana 97-113 Chicago Atlanta 123-107 New Orleans Boston 96-106 Philadelphia Toronto 101-110 LA Lakers Miami 112-124 Memphis Denver 134-119 Detroit Golden State 122-121 Milwaukee LA Clippers 133-116 Portland
Indiana 97-113 Chicago Atlanta 123-107 New Orleans Boston 96-106 Philadelphia Toronto 101-110 LA Lakers Miami 112-124 Memphis Denver 134-119 Detroit Golden State 122-121 Milwaukee LA Clippers 133-116 Portland
NBA Mest lesið Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Marta mætti og bjargaði Brasilíu Fótbolti Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Fótbolti Í beinni: Breiðablik - KA | Íslands- og bikarmeistarar eigast við Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira