Handbolti

Viktor Gísli og fé­lagar á topp deildarinnar

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viktor Gísli og félagar í GOG eru komnir á topp dönsku úrvalsdeildarinnar.
Viktor Gísli og félagar í GOG eru komnir á topp dönsku úrvalsdeildarinnar. GOG

Það var fjöldi af Íslendingum í eldlínunni í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð milli stanganna er GOG vann Frederica með fjögurra marka mun, lokatölur 30-26. Viktor Gísli átti mjög góðan leik og varði alls 16 skot eða 39 prósent skota sem rötuðu á markið.

Ribe-Esbjerg tapaði með tveggja marka mun fyrir Ringsted á heimavelli, lokatölur 30-32. Daníel Ingason skoraði fjögur mörk fyrir heimamenn og Rúnar Kárason eitt.

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði þrjú mörk er Holstebro tapaði með fjögurra marka mun gegn Álaborg. Arnór Atlason er sem fyrr aðstoðarþjálfari Álaborgar.

Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk er Skjern vann sex marka sigur á Mors, lokatölur 32-26. Sveinn Jóhannsson gerði slíkt hið sama er SönderjyskE tapaði með sex marka mun gegn Aarhus, lokatölur 33-27.

GOG er á toppi deildarinnar með 42 stig eftir 26 umferðir, Álaborg er stigi á eftir og Holstebro kemur þar á eftir með 38 stig. SönderjyskE og Skjern eru með 29 stig í 5. og 6. sæti. Ribe-Esbjerg er svo í 9. sæti með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×