Framsýn og loftslagsvæn löggjöf Edda Sif Aradóttir skrifar 3. apríl 2021 09:01 Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Edda Sif Aradóttir Mest lesið 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir Skoðun Hver vill verða öryrki? Grétar Pétur Geirsson Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlar flytja því miður gjarnan of einhliða fréttaflutning af Alþingi og einblína á þau mál sem deilur standa um á meðan ekki er fjallað mikið um þann fjölda mála sem þverpólitísk sátt ríkir um. Nýlega afgreiddi Alþingi eitt slíkt frumvarp sem ekki hefur ratað í fjölmiðla en er líklegt til að skipta sköpum hvað varðar loftslagsaðgerðir Íslands og Evrópu. Um er að ræða lög sem tryggja örugga föngun, flutning og niðurdælingu koldíxíðs (CO2) á Íslandi. Löggjöfin innleiðir evrópskt regluverk um málaflokkinn með nýstárlegum hætti og aðgreinir niðurdælingu CO2 til steinrenningar frá hefðbundinni CO2 geymslu sem t.a.m. er gjarnan beitt í þverrandi olíu- og gaslindum. Hin íslenska Carbfix lausn sem felur í sér að fanga CO2 úr útblæstri, leysa upp í vatni og dæla niður í berglög þar sem það steinrennur er því nú fest í sessi í íslenskri löggjöf sem fýsileg loftslagsaðgerð. Um mikilvægt skref er að ræða í ljósi þess árangurs sem tæknin hefur þegar skilað og þeim mögulegum sem í henni felast til framtíðar. Ódýrara að nota Carbfix aðferðina en kaupa losunarheimildir Í kjölfar nýju lagasetningarinnar geta fyrirtæki nú nýtt sér Carbfix tæknina til frádráttar í losunarbókhaldi sínu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem heyra undir viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir en stóriðjan er t.a.m. þar á meðal. Alþingi hefur því búið til hvata hjá fyrirtækjum að innleiða tæknilausnir eins og þá sem Carbfix hefur þróað frekar en að greiða fyrir losunarheimildir en verð á þeim hefur hækkað hratt undanfarið og stendur nú í rúmum 6.000 kr/tonn. Til samanburðar má nefna að kostnaður Orku náttúrunnar við að beita Carbfix tækninni til að draga úr losun CO2 og H2S á Hellisheiði um 3.500 kr/tonn. Með nýju lögunum opnast jafnframt tækifæri fyrir innlenda aðila til að taka á móti innfluttu koldíoxíði frá rekstraraðilum af Evrópska efnahagssvæðinu til niðurdælingar og förgunar hérlendis. Þegar um er að ræða rekstraraðila í viðskiptakerfi Evrópusambandsins yrði sú niðurdæling dregin frá í losunarbókhaldi viðkomandi aðila. Löggjöfin leggur því grunn að nýjum framsæknum og loftslagsvænum iðnaði og festir Ísland enn frekar í sessi sem leiðandi ríki í föngun og varanlegri förgun CO2, hvort sem er í tengslum við losun frá iðnaði eða hreinsun beint úr andrúmslofti. Mikilvæg nýsköpun í löggjöf Því miður er regluverk einstakra landa og ríkjasambanda of oft úr takti við nýjustu tækni og framþróun og getur það verið hamlandi við innleiðingu og uppskölun nýrra lausna. Að ákveðnu leyti á það sér eðlilegar skýringar enda ekki eðli regluverks að horfa lengra en þær lausnir sem beitt er hverju sinni. Nú þegar við stöndum frammi fyrir þeirri áskorun að hraða innleiðingu loftslagslausna þar sem veldisvöxtur í loftlsagsaðgerðum er nauðsynlegur er þó mikilvægara en nokkru sinni að löggjafar horfi til framtíðar og tryggi að regluverk styðji við þær aðgerðir frekar en hamli. Það er því ekki nóg að horfa til nýsköpunar í tæknilausnum til að sigrast á loftslagsvánni, það þarf líka nýsköpun í löggjöf. Alþingi og stjórnvöld hafa svo sannarlega gert það og haft nýsköpum og framsýni að leiðarljósi við innleiðingu evrópska regluverksins um niðurdælingu CO2. Nú er mikilvægt að önnur ríki, þ.m.t. Evrópusambandið, horfi til þess að uppfæra eigið regluverk með jafnframsýnum hætti svo að nýjar og hagkvæmar loftslagslausnir eins og Carbfix tæknin nýtist sem víðast. Við erum öll í sama liðinu þegar kemur að loftslagsaðgerðum og mikilvægt að ólíkir aðilar spili sinn besta leik enda eigum við bara eitt og sama andrúmsloftið. Góður sigur fyrir loftslagið er að baki með nýrri löggjöf um niðurdælingu koldíoxíðs en mikilvægt er að huga strax að næsta leik og nýta löggjöfina til að draga úr losun og byggja upp loftslagsvæna innlenda atvinnugrein. Höfundur er framkvæmdastýra Carbfix.
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar