Denver fékk loks að hafa áhorfendur og hélt upp á það með sigri á toppliði Austurdeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. mars 2021 08:00 Jamal Murray þakkar fyrir stuðninginn eftir sigur Denver Nuggets á Philadelphia 76ers. getty/AAron Ontiveroz Stuðningsmenn Denver Nuggets fengu loksins að mæta á völlinn og sáu sitt lið sigra Philadelphia 76ers, 104-95, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var í fyrsta sinn síðan keppni í NBA var hætt vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári sem áhorfendur máttu mæta á heimavöll Denver. Og þeir höfðu góð áhrif á heimamenn gegn Philadelphia, toppliði Austurdeildarinnar. „Þeir skiptu okkur öllu máli,“ sagði Jamal Murray um stuðningsmenn Denver. Murray skoraði þrjátíu stig fyrir Denver sem tók völdin strax í 1. leikhluta sem liðið vann, 44-22. Michael Porter skoraði 27 stig og tók tólf fráköst og Nikola Jokic var með 21 stig og tíu fráköst. Jamal Murray (30 PTS) & Michael Porter Jr. (27 PTS) knock down 5 threes apiece in the @nuggets 3rd consecutive win! #MileHighBasketball pic.twitter.com/vvAVzcZHMh— NBA (@NBA) March 31, 2021 Jamal Murray (@BeMore27) was excited to see fans back in Denver! pic.twitter.com/ypFtdfaiHD— NBA (@NBA) March 31, 2021 Enginn leikmaður Philadelphia skoraði meira en þrettán stig. Liðið er enn án miðherjans öfluga, Joels Embiid, sem er meiddur. Phoenix Suns heldur áfram að gera það gott og í nótt lagði liðið Atlanta Hawks að velli, 117-110. Þetta var þriðji sigur Phoenix í röð og sjötti sigurinn í síðustu sjö leikjum. Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Dario Saric tuttugu. Liðið er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Jae Crowder's 4-point play seals it for the @Suns! pic.twitter.com/ezTe7nisoF— NBA (@NBA) March 31, 2021 Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með nítján stig og þrettán stoðsendingar. Úrslitin í nótt Denver 104-95 Philadelphia Phoenix 117-110 Atlanta Washington 104-114 Charlotte LA Clippers 96-103 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Þetta var í fyrsta sinn síðan keppni í NBA var hætt vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári sem áhorfendur máttu mæta á heimavöll Denver. Og þeir höfðu góð áhrif á heimamenn gegn Philadelphia, toppliði Austurdeildarinnar. „Þeir skiptu okkur öllu máli,“ sagði Jamal Murray um stuðningsmenn Denver. Murray skoraði þrjátíu stig fyrir Denver sem tók völdin strax í 1. leikhluta sem liðið vann, 44-22. Michael Porter skoraði 27 stig og tók tólf fráköst og Nikola Jokic var með 21 stig og tíu fráköst. Jamal Murray (30 PTS) & Michael Porter Jr. (27 PTS) knock down 5 threes apiece in the @nuggets 3rd consecutive win! #MileHighBasketball pic.twitter.com/vvAVzcZHMh— NBA (@NBA) March 31, 2021 Jamal Murray (@BeMore27) was excited to see fans back in Denver! pic.twitter.com/ypFtdfaiHD— NBA (@NBA) March 31, 2021 Enginn leikmaður Philadelphia skoraði meira en þrettán stig. Liðið er enn án miðherjans öfluga, Joels Embiid, sem er meiddur. Phoenix Suns heldur áfram að gera það gott og í nótt lagði liðið Atlanta Hawks að velli, 117-110. Þetta var þriðji sigur Phoenix í röð og sjötti sigurinn í síðustu sjö leikjum. Devin Booker skoraði 21 stig fyrir Phoenix og Dario Saric tuttugu. Liðið er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Jae Crowder's 4-point play seals it for the @Suns! pic.twitter.com/ezTe7nisoF— NBA (@NBA) March 31, 2021 Bogdan Bogdanovic skoraði 22 stig fyrir Atlanta og Trae Young var með nítján stig og þrettán stoðsendingar. Úrslitin í nótt Denver 104-95 Philadelphia Phoenix 117-110 Atlanta Washington 104-114 Charlotte LA Clippers 96-103 Orlando NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Denver 104-95 Philadelphia Phoenix 117-110 Atlanta Washington 104-114 Charlotte LA Clippers 96-103 Orlando
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira