Körfubolti

Rófubeinið truflaði Curry ekki í endurkomunni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Endurkoma Stephens Curry hafði góð áhrif á lið Golden State Warriors.
Endurkoma Stephens Curry hafði góð áhrif á lið Golden State Warriors. epa/JOHN G. MABANGLO

Stephen Curry sneri aftur í lið Golden State Warriors eftir fimm leikja fjarveru og skoraði 32 stig í sigri á Chicago Bulls, 116-102.

Curry hefur glímt við meiðsli í rófubeini en virðist hafa náð sér góðum af þeim, allavega miðað við frammistöðuna í nótt. Hann skoraði 32 stig og setti niður sex þriggja stiga skot.

Fyrir leikinn hafði Golden State tapað fjórum leikjum í röð svo sigurinn var kærkominn. Liðið er í 10. sæti Vesturdeildarinnar.

Los Angeles Clippers vann stórleik næturinnar gegn Milwaukee Bucks, 129-105. Þetta var sjötti sigur liðsins í röð.

Marcus Morris skoraði 25 stig fyrir Clippers og Kawhi Leonard var með 23 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Fjórir af fimm í byrjunarliði Clippers skoruðu 21 stig eða meira í leiknum.

Giannis Antetokounmpo skoraði 32 stig fyrir Milwaukee og Jrue Holiday 24. Þetta var þriðja tap liðsins í röð.

James Harden var með myndarlega þrennu þegar Brooklyn Nets lagði Minnesota Timberwolves að velli, 112-107. Harden skoraði 38 stig, tók ellefu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar. Irving bætti 27 stigum í púkkið.

Úrslit næturinnar

  • Golden State 116-102 Chicago
  • LA Clippers 129-106 Milwaukee
  • Brooklyn 112-107 Minnesota
  • Washington 132-124 Indiana
  • Boston 109-115 New Orleans
  • NY Knicks 88-98 Miami
  • Detroit 118-104 Toronto
  • Houston 110-120 Memphis
  • Oklahoma 106-127 Dallas
  • San Antonio 115-132 Sacramento
  • Utah 114-75 Cleveland

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×