Handbolti

Alexander í sigur­liði í toppslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Alexander á HM í janúar.
Alexander á HM í janúar. EPA-EFE/Khaled Elfiqi / POOL

Alexander Petersson og félagar í Flensburg unnu 31-28 sigur á Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Flensburg var 17-15 yfir í hálfleik en Alexander skoraði tvö mörk fyrir Flensburgarliðið sem er á toppi deildarinnar.

Flensburg er með 34 stig, stigi á undan Kiel.

Díana Dögg Magnúsdóttir og stöllur hennar í Sachsen Zwickau unnu enn einn sigurinn í þýsku B-deildinni, 32-20, er liðið hafði betur gegn Waiblingen.

Díana Dögg skoraði tvö mörk en Sachsen Zwickau er með 37 á toppi deildarinnar, með tveggja stiga forystu á Füchse Berlin en efsta liðið fer beint upp í efstu deildina.

Gummersbach vann 38-30 sigur á Emsdetten, einnig í þýsku B-deildinni, en Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar lið Gummersbach.

Elliði Snær Viðarsson var ekki með Gummersbach vegna meiðsla en Gummersbach er í öðru sætinu, stigi á undan Nettelstedt-Lübbecke. Tvö efstu liðin fara beint upp.

Aron Rafn Eðvarðsson var með 24% markvörslu í tapi Bietigheim gegn Nettelstedt-Lübbecke, 29-24. Bietigheim er í þrettánda sætinu.

AUE gerði 24-24 jafntefli við Eisenach í sömu deild. Sveinbjörn Pétursson var með 36% markvörslu en Arnar Birki Hálfdánsson skoraði eitt mark.

Rúnar Sigtryggsson þjálfar lið Aue sem er í sjöunda sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×