Brynjar þjálfaði handbolta í Val og Gaupi hreifst ekki af Alsírvörninni Sindri Sverrisson skrifar 26. mars 2021 13:31 Brynjar Karl Sigurðsson þjálfaði Snorra Stein Guðjónsson, sem í dag er þjálfari karlaliðs Vals, þegar Snorri var ungur að árum. Brynjar Karl Sigurðsson hefur þjálfað fjölda fólks úr öðrum greinum en körfubolta og sagði frá því í Sportinu í dag þegar hann var fenginn til að þjálfa handboltastráka í Val. Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira
Brynjar, sem er 47 ára gamall, er þekktastur sem körfuboltaþjálfari og varð landsfrægur í síðasta mánuði þegar heimildarmyndin Hækkum rána kom út. Hann fór yfir víðan völl í viðtali við Kjartan Atla Kjartansson í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Þar rifjaði Brynjar meðal annars upp þegar félagi hans og jafnaldri, handboltaþjálfarinn þrautreyndi Óskar Bjarni Óskarsson, fékk hann til að koma og þjálfa með sér handboltastráka í Val. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Óskar var eitthvað að missa „spiritið“ eða tökin á einhverjum hópi. Þarna voru Bjarki Sig. [yngri bróðir Dags, landsliðsþjálfara Japans], Snorri [Steinn Guðjónsson], Markús Máni [Michaelsson] og fleiri. Óskar bað mig um að koma inn og setja eitthvað handbragð á umgjörðina og æfingakúltúrinn og slíkt,“ sagði Brynjar, sem var reyndar hikandi við að rifja þetta upp, af tillitssemi við Óskar. Horfði á myndbönd af alsírska landsliðinu Kjartan sagði að hrósa bæri Óskari fyrir að sjá hvert vandamál sitt væri og leysa það með því að fá Brynjar til aðstoðar. Það sýndi þroska: „Óskar er á mjög fyndinn hátt ólíkindatól. Honum detta alls konar hlutir í hug og hann framkvæmir þá. Ég held líka að hann hafi bara langað til að sjá þetta. Hann er alltaf að gera sama hlutinn og hugsar „ef að Brynjar er til í þetta þá bara hendum við okkur í þetta“. Hann tók tæknina og leikfræðina og allt þetta,“ sagði Brynjar sem átti hins vegar aðallega að sjá um að bæta æfingamenninguna og umgjörðina hjá liðinu. Hann lét þó ekki þar við sitja: „Ég gerði reyndar samning við Óskar. Ég vildi fá að innleiða „maður á mann“-vörn,“ sagði Brynjar léttur í bragði. „Ég held að það hafi verið Alsír sem spilaði svona og ég var að horfa á myndbönd með alsírska landsliðinu og reyna að pikka þetta upp. Við gerðum þetta í nokkra mánuði og þetta gekk svona ágætlega. Ég var reyndar pínu fúll í lokin. Foreldrar létu í sér heyra. Gaupi [Guðjón Guðmundsson, faðir Snorra Steins] var þarna á kantinum og hann var ekki að fíla þetta,“ sagði Brynjar hlæjandi. Veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val „Mér var náttúrulega drullusama. Ég var ekki að fara að vinna einhvern titil. Mig langaði bara að sjá hvernig þetta myndi þróast. En svo þurftu menn að snúa til baka í 6-0 vörn til að það væri hægt að vinna alla þessa titla sem þetta lið svo gerði,“ sagði Brynjar. Kjartan minntist á að Brynjar héldi enn góðu sambandi við handboltastrákana úr Val, til að mynda Ólaf Stefánsson og fleiri. „Ég veit ekki hvaða ástarsamband þetta er á milli mín og handboltans í Val. Ég hefði örugglega bara átt að vera í handbolta í Val. ´73-kynslóðin; ég, Óskar, Dagur og Óli,“ sagði Brynjar léttur. Hægt er að hlusta Sportið í dag hér að neðan eða í útvarpsappi Bylgjunnar. Umræðan um handboltaþjálfun Brynjars hefst eftir rúmlega 1 klukkustund og 50 mínútur. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Handbolti Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Sjá meira