Lakers tapar og tapar án LeBrons James og tólfta þrenna Jokic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. mars 2021 07:30 Miðherjinn frábæri Nikola Jokic bendir John Goble dómara á eitthvað í leik með Denver Nuggets liðinu. AP/David Zalubowski Það gengur ekkert hjá NBA meisturum Los Angeles Lakers eftir að liðið missti LeBron James í meiðsli í viðbót við það að missa Anthony Davis. Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira
Brandon Ingram var sjóðheitur á móti sínum gömlu félögum þegar New Orleans Pelicans vann 128-111 sigur á Los Angeles Lakers í nótt. Ingram skoraði 36 stig í leiknum og Zion Williamson var með 27 stig og 9 fráköst. 36 POINTS on 14-21 FGM for @B_Ingram13 in the @PelicansNBA win! pic.twitter.com/uhjxUUmaYN— NBA (@NBA) March 24, 2021 Lakers liðið átti aldrei möguleika í leiknum og lenti mest þrjátíu stigum undir í seinni hálfleik. Lakers tapaði þarna þriðja leiknum í röð og liðið verður áfram án þeirra LeBron James og Anthony Davis á næstunni sem boðar ekki gott. Montrezl Harrell var stigahæstur hjá Lakers með átján stig en þeir Kyle Kuzma og Markieff Morris skoruðu báðir sextán stig. 28p/15r/10a for Jokic @nuggets win on the road 12th triple-double of season (2nd in NBA) pic.twitter.com/UBlEcaca5J— NBA (@NBA) March 24, 2021 Nikola Jokic var með þrennu í 110-99 sigri Denver Nuggets á Orlando Magic en þetta var tólfta þrennan hans á tímabilinu. Jokic endaði leikinn með 28 stig, 15 fráköst og 10 stoðsendingar. Aðeins Russell Westbrook (14 þrennur) er með fleiri þrennur á leiktíðinni en James Harden er með ellefu. Jokic er nú kominn með 53 þrennur á ferlinum. Jamal Murray skoraði 21 stig fyrir Denver og Michael Porter Jr. var með 18 stig og 7 fráköst. Evan Fournier skoraði 31 stig fyrir Orlando. Phoenix Suns fagnaði sínum sjöunda útisigri í röð þegar liðið vann Miami Heat 110-100 á Flórída. Það hefur ekki gerst síðan árið 2007. Devin Booker skoraði 23 stig og Deandre Ayton var með 17 stig og 16 fráköst. Career high-tying 17 DIMES for Beard!@JHarden13 @BrooklynNets pic.twitter.com/LNzeI8rqyr— NBA (@NBA) March 24, 2021 James Harden var með 25 stig og 17 stoðsendingar þegar Brooklyn Nets vann 116-112 sigur á Portland Trail Blazers. Jeff Green skorðai 20 stig fyrir Nets sem lék án bæði Kevin Durant og Kyrie Irving. Enes Kanter var með 19 stig og 19 fráköst hjá Portland og Damian Lillard skoraði 22 stig og gaf 9 stoðsendingar. @J30_RANDLE heats up from deep in the @nyknicks win!37 PTS | 7-10 3PM pic.twitter.com/g4cNlIAqm5— NBA (@NBA) March 24, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: New Orleans Pelicans - Los Angeles Lakers 128-111 Orlando Magic - Denver Nuggets 99-110 Golden State Warriors - Philadelphia 76ers 98-108 Miami Heat - Phoenis Suns 100-110 New York Knicks - Washington Wizards 131-113 Portland Trail Blazers - Brooklyn Nets 112-116
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Íslenski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport „Það urðu smá árekstrar en heilt yfir var þetta ótrúlega vel skipulagt“ Sport Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Enski boltinn Fleiri fréttir Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Sjá meira