Handbolti

„Sagði honum að ég hefði bullandi trú á honum“

Rúnar Þór Brynjarsson skrifar
Patrekur tók við liði Stjörnunnar í sumar.
Patrekur tók við liði Stjörnunnar í sumar. vísir/hulda margrét

„Frábær leikur hjá okkur,“ voru fyrstu viðbrögð Patreks Jóhannessonar, þjálfara Stjörnunnar, eftir fimm marka sigurinn á KA fyrir norðan í dag.

„Fyrri hálfleikur var jafn og ég var þannig séð ánægður með margt. Við vorum með ákveðna taktík að fara framarlega í vörn og það gekk vel fannst mér en við vorum stundum svolítið opnir á köflum. Við vorum með enga markvörslu en í seinni hálfleik þá smellur þetta hjá okkur. Vorum mjög agaðir sóknarlega og er ég hrikalega ánægður með þennan leik.“

Markvarsla Stjörnunnar var ekki merkileg í fyrri hálfleik en það breyttist í þeim síðari.

„Í seinni hálfleik þá fáum við mjög góða markvörslu en í fyrri hálfleik voru Adam og Siggi slappir. Það voru boltar þar sem ég hefði viljað að þeir myndu taka en ég ræddi bara rólega við Adam í hálfleik og sagði honum að ég hefði bullandi trú á honum og hann var frábær.“

Fyrri hálfleikur var jafn en í seinni hálfleik settu gestirnir í annan gír.

„Ég sagði þeim nákvæmlega það að við höldum okkar skipulagi áfram, varnar og sóknarlega. Og svo kemur Adam og styður vel við þetta. Markmannstaðan er eins og allir vita rosalega mikilvæg. KA menn fengu ekki eins góða markvörslu í dag miðað við okkur.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.