Handbolti

Þórey Anna ekki meira með Valskonum á þessu tímabili

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Valsliðnu í vetur en hún er algjör lykilmaður í liðinu.
Þórey Anna Ásgeirsdóttir í leik með Valsliðnu í vetur en hún er algjör lykilmaður í liðinu. Vísir/Hulda Margrét

Handboltakonan Þórey Anna Ásgeirsdóttir á von á barni og leikur ekki meira með Valsliðinu í Olís deildinni á þessari leiktíð.

Valsmenn segja frá þessu á fésbókarsíðu sinni í dag en Valur handbolti sem og aðrir óska Þórey Önnu og fjölskyldu innilega til hamingju með þessar gleðifréttir.

Þórey er næstmarkahæsti leikmaður Vals á tímabilinu og hefur verið einn af lykilmönnum liðsins í vetur. Í frétt Valsmanna segir að hún muni koma sterk til baka á næsta tímabili.

Þórey Anna var með 4,7 mörk að meðaltali í tólf leikjum með Val í vetur en hún er meðal annars með 95 prósent vítanýtingu.

Það er mikið barnalán í Valsliðinu því línumennirnir Arna Sif Pálsdóttir og Hildur Björnsdóttir eiga líka von á barni og hafa ekkert spilað með liðinu eftir áramót.

Þórey Anna Ásgeirsdóttir leikur ekki meira með Valsliðinu á þessari leiktíð þar sem hún á von á barni. Þórey er næst...

Posted by Valur Handbolti on Fimmtudagur, 18. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×