Körfubolti

Vanessa Bryant opinberaði nöfn þeirra sem mynduðu Kobe á slysstaðnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kobe Bryant, Vanessa Bryant og dætur þeirra Natalia, Bianka og Gianna. Þarna vantar Capri, sem var ekki fædd.
Kobe Bryant, Vanessa Bryant og dætur þeirra Natalia, Bianka og Gianna. Þarna vantar Capri, sem var ekki fædd. Getty/Harry How

Vanessa Bryant birti í nótt nöfn þeirra sem tóku myndir af líkamsleifum Kobe Bryant og annarra á slysstaðnum þar sem NBA goðsögnin fórst í þyrluslysi ásamt dóttur sinni og sjö öðrum fyrir rúmu ári síðan.

Vanessa Bryant, ekkja körfuboltamannsins Kobe Bryant, setti inn á Instagram í nótt, brot úr málshöfðun sinni á hendur lögreglunni í Los Angeles sýslu og slökkviliðinu á svæðinu.

Vanessa setti alls inn tólf færslur á Instagram reikninginn sinn sem er með 14,4 milljón fylgjendur. Þar koma meðal annars fram nöfn þeirra sem deildu myndum af slysstaðnum þar sem Kobe og þrettán ára dóttir þeirra, Gianna, dóu ásamt sjö öðrum.

Vanessa Bryant gerði á sínum strax athugasemdir við lögreglustjórann Alex Villanueva vegna þess að hún óttaðist brots á friðhelgi á slysstaðnum.

Alex Villanueva fullvissaði hana um að ekkert slíkt væri í gangi en annað kom á daginn.

Seinna kom í ljós að einn fulltrúinn tók á bilinu 25 til 100 myndir á síma sinn og margar þeirra einblíndu á líkamsleifar þeirra sem fórust í þyrluslysinu.

Í málshöfðuninni kemur fram að þessar myndir af strax farið í dreifingu.

Einstaklingarnir sem tóku myndirnar eru Joey Cruz, Rafael Mejia, Michael Russell og Raul Versales.

Hér fyrir neðan má sjá dæmi um þessar færslur Vanessu Bryant í nótt þar sem sjá má allt varðandi þessar myndbirtingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.