Handbolti

Draga á sama tíma í sextán liða og átta liða úrslit bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Framkonur unnu Coca Cola bikarinn í fyrra og þær sitja hjá í sextán liða úrslitunum í ár.
Framkonur unnu Coca Cola bikarinn í fyrra og þær sitja hjá í sextán liða úrslitunum í ár. Vísir/Daníel Þór

Handknattleikssamband Íslands mun draga í Coca Cola bikar karla og kvenna í dag en þetta verður óvenjulegur dráttur að þessu sinni.

Í dag verður nefnilega dregið í tvær umferðir í einu, það er bæði í sextán liða og átta liða úrslitin.

Vegna nýrrar uppröðunar á tímabilinu vegna kórónuveiruhlésins þá er bikarkeppnin komin á allt annað stað á dagatalinu.

Þetta þýðir jafnframt að sextán liða og átta liða úrslitin verða keyrð áfram á aðeins fjórum dögum og því enginn tími til að draga á milli þeirra.

Í hádeginu í dag verður því dregið á skrifstofu HSÍ bæði í sextán og átta liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna.

Liðin í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars karla eru: Afturelding, FH, Fjölnir, Fram, Grótta, Haukar eða Selfoss, HK, ÍBV, ÍF Mílan, ÍR, KA, Kría, Stjarnan, Valur, Víkingur og Vængir Júpíters.

Liðin í sextán liða úrslitum Coca Cola bikars kvenna eru: Afturelding, FH, Fjölnir/Fylkir, Fram, Grótta, Haukar, HK, ÍBV, ÍR, KA/Þór, Selfoss, Stjarnan, Valur og Víkingur.

Í sextán liða úrslitum kvenna munu bikarmeistarar Fram sitja hjá í sextán liða úrslitum ásamt því liði sem kemur síðast upp úr pottinum.

Sextán liða úrslitin verða leikin 8. og 9. apríl en átta liða úrslitin 10. og 11. apríl.

Úrslitavikan með undanúrslitum og úrslitaleikjunum verður síðan spiluð eftir að deildarkeppninni lýkur en áður en úrslitakeppnin hefst.

Á morgun, fimmtudag, verður dregið í 16 og 8 liða úrslit Coca Cola bikars karla og kvenna. Dregið verður á skrifstofu...

Posted by HSÍ - Handknattleikssamband Íslands on Miðvikudagur, 17. mars 2021



Fleiri fréttir

Sjá meira


×