Jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:30 Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir Skoðun