Handbolti

Portúgal síðasta þjóðin til að tryggja sér sæti á Ólympíu­leikunum eftir dramatískan sigur á Frakk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Rui Silva reyndist hetja Portúgals í kvöld.
Rui Silva reyndist hetja Portúgals í kvöld. EPA-EFE/JOHAN NILSSON

Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik.

Portúgal tryggði sér sæti á Ólympíuleikunum í Tókýó með frábærum eins marks sigri á Frakklandi í kvöld, lokatölur 29-28 í mögnuðum handboltaleik.

Frakkar voru á heimavelli og voru með yfirhöndina þó leikurinn hafi verið mjög jafn frá upphafi til enda. Það var ekki fyrr en undir lok leiks sem Portúgal náði forystunni en sigurmark leiksins kom í blálok leiksins. 

Lokatölur 29-28 og Portúgal á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta skipti. Króatar sitja eftir með sárt ennið en allar þrjár þjóðirnar enduðu með fjögur stig í undankeppninni. Túnis skrapaði botninn án stiga. Fyrir leik kvöldsins þurfti Króatía að treysta á að Frakkar myndu ná í stig eða að Portúgal ynni Frakkland með sex marka mun.

Ásamt Portúgal og Frakklandi verða Svíþjóð, Þýskaland, Noregur, Brasilía, Japan, Danmörk, Argentína, Barein, Spánn og Egyptaland á Ólympíuleikunum í Tókýó næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×