Golf

Westwood leiðir fyrir loka­hringinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Lee Westwood leiðir enn á Players-mótinu í golfi.
Lee Westwood leiðir enn á Players-mótinu í golfi. EPA-EFE/ERIK S. LESSER

Lee Westwood leiðir enn á Players-mótinu í golfi sem fram fer á TPC Sawgrass-vellinum í Flórída í Bandaríkjunum. Mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. 

Hann lék hring dagsins á fjórum höggum undir pari og er sem stendur á 13 höggum undir pari að loknum þremur hringjum

Það er nokkuð þéttur pakki fyrir neðan Westwood en Bryson DeChambeau lék hring dagsins á fimm höggum undir pari og er í 2. sæti á 11 höggum undir pari. Þar á eftir koma Doug Chim og Justin Thomas á tíu höggum undir pari.

Thomas átti besta hring dagsins en hann lék á átta höggum undir pari og er óvænt kominn í toppbaráttu mótsins. 

Á morgun fer fram lokahringur mótsins og þá kemur í ljós hvort Westwood haldi toppsætinu eða hvort Thomas eigi annan eins draumahring og í dag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.