Mæla með að þjálfari Keflavíkur taki hálfleiksræður sínar einfaldlega fyrir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 23:00 Það sem Hjalti Þór er að segja við sína menn í hálfleik virðist vera að virka. Ekkert lið Dominos-deildar karla er jafn gott í síðari hálfleik og Keflavík. Vísir/Daniel Thor Gott gengi Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna til þessa í Dominos-deild karla var til umræðu í síðasta þætti Dominos-Körfuboltakvölds. „Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
„Þetta var svipað eins og manni fannst leikurinn á móti Þór Akureyri um daginn. Þeir eru á hálfum hraða í fyrri hálfleik en svo er eins og eitthvað gerist í þessum þriðja leikhluta,“ sagði Sævar Sævarsson, annar af sérfræðingum þáttarins, um tólf stiga sigur Keflavíkur á Haukum í vikunni. „Við þurfum að fara setja hljóðnema á Hjalta [Þór Vilhjálmsson, þjálfara Keflavíkur] inn í leikhléi því að það er eitthvað sem hann segir við strákana sem veldur því að þeir eru alltaf svona frábærir í þriðja leikhluta,“ bætti hann við. „Ég myndi mæla með því við Hjalta að hann tæki bara hálfleiksræðuna fyrir leiki núna eða bíða með það fram í úrslitakeppni, taka hálfleiksræðuna þá og sjá hvort það skili ekki bara góðum heilum leik. Auðvitað tekur tíma að losa sig við lið, öll lið í dag, en ótrúleg tölfræði hvað þeir eru öflugir í þriðja leikhluta,“ bætti Benedikt Guðmundsson, hinn sérfræðingur þáttarins við. Tölfræðina má sjá í spilaranum hér að neðan en þar sýnir að Keflavík hefur skorað 149 stigum meira en þeir hafa fengið á sig í síðari hálfleik leikja sinna til þessa á tímabilinu. Næsta lið er Þór Þorlákshöfn með 52 stig í plús. Þá er Keflavík það lið sem hefur oftast haldið mótherjum sínum í undir 80 stigum eða alls níu sinnum. Aftur er það Þór Þ. sem kemur þar á eftir en þeir hafa náð því fjórum sinnum. „Þetta er galin tölfræði, galin tölfræði,“ segir Kjartan Atli Kjartansson. „Keflavík er svona – er ekki með neinar tölur fyrir framan mig – en manni finnst Keflavík vera eitt af þeim liðum sem eru hvað best í að hrista liðin af sér. Að vera ekki í jöfnum leik í lokin,“ bætti Sævar svo við. Klippa: Frábær tölfræði Keflavíkur í síðari hálfleik leikja sinna Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Körfuboltakvöld Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira