Albumm

Auður gefur út Afsakanir nótnabók

Ritstjórn Albumm skrifar
Útsetningarnar í bókinni eru fyrir margskonar hljóðfæri. Hvert eintak er númerað og áritað af Auði.
Útsetningarnar í bókinni eru fyrir margskonar hljóðfæri. Hvert eintak er númerað og áritað af Auði.

Tónlistarmaðurinn Auður gaf út Afsakanir 2. nóvember 2018 við frábærar móttökur. Þetta var önnur platan sem Auður gaf út, en sú fyrsta á íslensku.

Textarnir á plötunni eru beinskeittir og einlægir og gefa hlustanda einstakt tækifæri til þess að kynnast hugarheimi Auðar. Sumir gagnrýnendur hafa lýst plötunni sem tímamótaplötu í íslenskri R&B-tónlist.

„þessi plata hefur dafnað og fólk myndað við hana persónulega tengingu, afsakanir er mín hugarsmíði en hún er í eigu allra þeirra sem á hana hlusta” – Auður

Auður vildi fá að deila þessu listaverki með aðdáendum sínum á öðru formi og ákvað því að gefa út Afsakanir nótnabók. Útsetningarnar í bókinni eru fyrir margskonar hljóðfæri, til að mynda söngrödd, píanó, hljómborð, gítar, rafmagnsgítar, bassa, fiðlu og orgel. Útsetningarnar og nótnaskrifin eru eftir tónlistarmanninn Hafstein Þráinsson (Ceasetone).

Nótnabókin var gefin út í takmörkuðu upplagi, eða 100 eintökum. Hvert eintak er númerað og áritað af Auði. Í bókinni má líka finna formála sem Auður skrifaði og upplýsingar um alla þá sem komu að gerð plötunnar.


Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.


Tengdar fréttir

„Ég er listamaður, ég er ekki félagsráðgjafi“

Ein skærasta stjarna íslenskrar tónlistar um þessar mundir, Auður, segir að honum sé alveg sama um gagnrýni frá fólki sem hann þekki ekki. Það hafi ekkert vægi fyrir honum en það sé hins vegar erfitt þegar fólk sem honum þykir vænt um er ósammála því sem hann er að gera.








×