Körfubolti

Ófært um Kjalarnes og KKÍ frestar tveimur kvennaleikjum í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Keira Breeanne Robinson og félagar í Skallagrími komast ekki suður til Reykjavíkur vegna veðurs.
Keira Breeanne Robinson og félagar í Skallagrími komast ekki suður til Reykjavíkur vegna veðurs. Vísir/Daníel Þór

Körfuknattleikssamband Íslands hefur ákveðið að seinka tveimur leikjum kvöldsins í Domino's deild kvenna um einn dag.

Tveimur leikjum sem vera áttu í kvöld hefur verið frestað í Domino's deild kvenna. Þetta er annars vegar leikur Breiðabliks og Snæfells og hins vegar leikur Fjölnis og Skallagríms. Ófært er um Kjalarnes og ekki ráðlagt að fara hjáleiðir.

Báðir leikir fara fram annað kvöld.

Fjölnir-Skallagrímur verður leikinn 11. mars klukkan 18:30.

Breiðablik-Snæfell verður leikinn 11. mars klukkan 20:00.

Tveir leikir fara eftir sem áður fram í kvöld. Haukar taka á móti KR á Ásvöllum klukkan 20.15 og á sama tíma mætast topplið Vals og Keflavíkur á Hlíðarenda en sá leikur verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×