Gasol gæti byrjað á slag við Tryggva: Gamall og hef ekki spilað í tvö ár Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 14:00 Pau Gasol er byrjaður að æfa með Barcelona á nýjan leik eftir langt hlé. @FCBBasket Bárðdælingurinn Tryggvi Snær Hlinason gæti orðið fyrstur til að glíma við Pau Gasol þegar þessi margverðlaunaða, fertuga körfuboltastjarna snýr aftur á parketið eftir tveggja ára hlé. Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Gasol hóf æfingar með Barcelona í vikunni eftir þau stórtíðindi að hann hygðist endurræsa ferilinn með liðinu þar sem ævintýri hans hófst. Gasol varð tvöfaldur NBA-meistari með LA Lakers, sex sinnum valinn í stjörnuleikinn, þrefaldur Evrópumeistari og heimsmeistari með Spáni, en hefur ekki spilað síðan hann staldraði stutt við hjá Milwaukee Bucks 2019. Hann viðurkennir þó að hann verði að taka tillit til aldurs og þess að hafa ekki spilað körfubolta í tvö ár, en miðað við skrif spænskra miðla á borð við Sport verður stutt þangað til að hann byrjar að spila. Miðillinn segir að Gasol komi til með að ferðast með Barcelona í leikinn við Real Madrid í Euroleague á morgun, þó að hann spili ekki. Næsti leikur Barcelona er svo við Tryggva og félaga í Zaragoza á laugardagskvöld. Þess má geta að leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Klippa: Pau Gasol hittir liðsfélagana í Barcelona „Hugmyndin mín var sú að ef ég kæmi aftur til Evrópu þá yrði það með Barcelona,“ sagði Gasol sem lék með Barcelona árin 1998-2001 áður en ferillinn farsæli í NBA hófst. Með Barcelona vann hann tvo Spánarmeistaratitla á þremur árum. „Það var lykilatriði fyrir mig að ræða við Sarunas [Jasikevicius, þjálfara Barcelona]. Hann sagði mér hvernig ég gæti hjálpað liðinu. Það var allt mjög gott. Hann skilur líka að ég er í ákveðinni endurhæfingu. Ég hef í raun ekki spilað körfubolta í nær tvö ár. Ég er líka gamall þegar við miðum við íþróttaheiminn. Við verðum að taka eitt skref í einu,“ sagði Gasol eftir að hafa lokið læknisskoðun og hitt nýju liðsfélaga sína á mánudaginn. Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn, ACB, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. ACB er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Spænski körfuboltinn Tengdar fréttir Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30 Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Enski boltinn „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti Dagskráin í dag: Ellefu beinar útsendingar Sport „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
Pau Gasol gengur í raðir Börsunga og stefnir á Ólympíuleikana í Tókýó Spænski körfuknattleiksmaðurinn Pau Gasol tilkynnti í dag að hann sé í þann mund að ganga í raðir Barcelona. Hinn fertugi Gasol gerði garðinn frægan með Los Angeles Lakers í NBA-deildinni fyrr á þessari öld. 23. febrúar 2021 18:30