Handbolti

Ís­lendinga­lið Stutt­gart og Mag­deburg með sigra í dag

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk í góðum sigri Stuttgart í dag.
Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk í góðum sigri Stuttgart í dag. Tom Weller/Getty

Tvö af Íslendingaliðum þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta voru í eldlínunni í dag. Stuttgart vann tveggja marka sigur á útivelli gegn Leipzig, 25-23. Þá vann Magdeburg stórsigur á Coburg, 43-22.

Stuttgart vann góðan útisigur á öflugu liði Leipzig í dag. Viggó Kristjánsson og félagar voru 12-10 yfir í hálfleik og fór það svo að þeir unnu leikinn 25-23. Viggó skoraði fimm mörk í leiknum.

Magdeburg vann sannakallaðan stórsigur þar sem leiknum var í raun lokið í hálfleik, staðan þá 22-8. Fór það svo að Íslendingaliðið vann magnaðan 21 marks sigur, lokatölur 43-22.

Ómar Ingi Magnússon skoraði sex mörk í liði Magdeburg og Gísli Þorgeir Kristjánsson gerði tvö. Magdeburg er á góðu skriði og situr í öðru sæti deildarinnar með 28 stig að loknum 19 leikjum. Stuttgart er í 11. sæti með 19 stig að loknum 20 leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.