Handbolti

Níu ís­lensk mörk í öruggum sigri Kristiand­stad og Daníel Freyr skoraði tvö úr marki Guif

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk í liði Kristianstad í dag.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk í liði Kristianstad í dag. Florian Pohl/Getty Images

Íslendingaliðin Kristianstad og Guif áttu góðan dag í sænsku úrvalsdeildinni. Kristianstad vann Malmö 35-27 og Guif vann Ystads, 31-25. Þá vann Skjern góðan sigur í dönsku úrvalsdeildinni.

Kristianstad var sjö mörkum yfir í hálfleik og sigur liðsins því einkar öruggur, staðan þá 19-12 en leiknum lauk með 35-27 sigri Kristianstad. Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði sex mörk og Teitur Örn Einarsson gerði þrjú.

Kristianstad er í 6. sæti deildarinnar með 34 stig að loknum 28 leikjum.

Guif vann þægilega sex marka sigur á Ystads eftir að vera fimm mörkum yfir í hálfleik, lokatölur þar á bæ 31-25. Daníel Freyr Andrésson átti flottan leik í marki Guif ásamt því að hann skoraði tvö mörk í leik dagsins.

Guif er í 8. sætinu með 27 stig eftir jafn marga leiki og Kristianstad.

Þá vann Skjern þriggja marka sigur á Kolding í dönsku úrvalsdeildinni, lokatölur 31-28. Elvar Örn Jónsson skoraði tvö mörk í liði Skjern sem er nú í 7. sæti með 23 stig að loknum 21 leik.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.