Jafnréttismálin aldrei mikilvægari á vinnumarkaðinum Sigmundur Halldórsson skrifar 5. mars 2021 09:01 Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Jafnréttismál Mest lesið Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Skoðun Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er með umtalsverðu stolti sem við Íslendingar getum sagt frá því að við búum hér, að mati Sameinuðu Þjóðana, við mikið jafnrétti og að hér telst staða kvenna á vinnumarkaði með því allra besta sem gerist. En þrátt fyrir þetta eigum við enn langt í land þegar kemur að jafnréttismálum. Því þó margir vilji skilgreina jafnréttismál á þann hátt að þau snúi eingöngu að kynbundinni mismunun, þá er full þörf á því að skilgreina jafnrétti mun víðar og það höfum við í stjórn VR sannarlega gert. Ekki til þess að draga úr áherslu á jafnrétti kynjanna, heldur vegna þess að mismunun getur orsakast af fjölmörgum orsökum. Fátt er jafn samofið verkalýðshreyfingunni og krafan um jöfnuð. Jöfnuð sem byggist á því að við eigum öll jöfn tækifæri til þess að nýta krafta okkar á vinnumarkaði og að við eigum öll rétt á því að störf okkar séu metin til sömu launa, virðingar og réttinda. Þetta er það jafnrétti sem við berjumst stöðugt fyrir innan VR og endurspeglast vel í jafnréttisstefnu VR. VR stefnir markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði óháð aldri, kyni, kynhneigð, kynvitund, þjóðerni,litarafti, trú eða stjórnmálaskoðunum. Félagið vill að tryggt sé að 19. grein jafnréttislaga sé virt, þ.e. konum og körlum séu greidd jöfn laun og þau njóti sömu kjara fyrir jafn verðmæt og sambærileg störf. Þá leggur félagið áherslu á að styrkja stöðu eldra fólks, fólks með fötlun og fólks af erlendum uppruna á vinnumarkaði. Meirihluti félaga VR eru konur og það þarf ekki að hafa um það mörg orð að baráttu fyrir fullu jafnrétti kynjanna er langt í frá lokið. Hér þarf að halda áfram því starfi sem VR hefur verið í forystu um. VR lagði grunn að þeirri lagabreytingu sem varð til þess að kynbundin launamunur er nú ekki aðeins ólöglegur, heldur er flestum fyrirtækjum gert að tryggja að jöfn laun séu greidd fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni. Þrátt fyrir þetta vitum við að konur eru enn með verri launakjör en karlar. Slíkt getum við aldrei sætt okkur við. Því heyrðist stundu fleygt í umræðum um réttindabaráttu fólks að óeðlilegt sé að horfa til kynferðis. Að þessi réttindabarátta setji konur á hærri stall en karla og þeirra réttindi verði verra af þeim sökum. Raunin er auðvitað sú að réttindabarátta kvenna fyrir því að greidd séu sömu laun fyrir jafn verðmæt störf óháð kyni er ekki barátta fyrir því að laun karla séu lækkuð. Heldur snýst sú baráttu um að laun kvenna séu hækkuð. Að störf séu metin algjörlega óháð því hvert kyn þess er sem framkvæmir. Af þessu leiðir að við hjá VR höfum útvíkkað okkar jafnréttisáherslur til þess að horfa til allra þeirra sem mögulega standa höllum fæti á vinnumarkaði. Ísland hefur borið gæfu til þess að hingað hefur viljað flytja fólk sem borið hefur hingað margvíslega þekkingu og færni. Við höfum á tiltölulega skömmum tíma breyst úr því að vera fremur einsleit þjóð, í fjölmenningarsamfélag. Eitthvað sem við fögnum, enda mannauður mikilvægasta auðlind hverrar þjóðar. VR gegnir þeirri skyldu að standa vörð um réttindi allra sinna félaga og að allir félagar í VR njóti þjónustu félagsins. Það er raunar margt sem svipar til þeirrar stöðu sem við stöndum nú frammi fyrir þegar kemur að stöðu þeirra sem eru af erlendum uppruna og kvenna. Svipaða sögu má segja af öðrum jaðarhópum. Engin skyldi draga þá ályktun af baráttu fyrir réttindum þessara hópa að einhverjum öðrum hópi sé ætlað að bera af því skaða. Þar er raunar ekki annað í gangi en sú gamla aðferð sem kennd er við Rómverja. Að deila og drottna og vonast til þess að sundra þannig þeim hópum sem ættu að standa saman í sinni baráttu. VR verður að hafna öllum þeim tilraunum sem gerðar eru til þessa og vera opið, lýðræðislegt félag sem stendur vörð um hagsmuni og virðingu allra sinna félaga. Höfundur er frambjóðandi til stjórnar VR.
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson Skoðun