Lakers enn eitt liðið sem brennir sig á sjóðheitu liði Phoenix Suns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 07:32 Chris Paul hefur breytt miklu fyrir lið Phoenix Suns sem var ungt og efnilegt lið en þurfti leiðtoga eins og hann. Hér er Paul í leiknum á móti Lakers í nótt. AP/Mark J. Terrill Besti leikmaður Phoenix Suns var rekinn út úr húsi en það dugði ekki Los Angeles Lakers til að stoppa heitasta lið NBA-deildarinnar. Phoenix Suns vann sinn fimmtánda sigur í síðustu átján leikjum þegar liðið sótti sigur í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Suns vann þá 114-104 sigur á Lakers. Suns liðið þurfti að klára leikinn án stjörnuleikmanns síns Devin Booker sem lét reka sig út í þriðja leikhlutanum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð. Phoenix var þá sjö stigum yfir. LeBron James skilaði sínu og skoraði 38 stig og gaf 6 stoðsendingar en hann þurfti meiri hjálp sem kom ekki. Talen Horton-Tucker skoraði reyndar 16 stig á 19 mínútum og Dennis Schröder var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Dario Saric kom með 21 stig inn af bekknum og Mikal Bridges skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns. Devin Booker var með 17 stig og 6 stoðsendingar áður en hann var rekinn út úr húsi.. Chris Paul gaf 10 stoðsendingar og skoraði 8 stig. Nikola Jokic becomes the third-fastest player in NBA history to reach 50 career triple-doubles!37 PTS | 10 REB | 11 AST | @nuggets W pic.twitter.com/tFCXMlTWPO— NBA (@NBA) March 3, 2021 Nikola Jokic var með níundu þrennu sína á tímabilinu og þá fimmtugustu á ferlinum þegar Denver Nuggets vann 128-97 sigur á Milwaukee Bucks en með því endaði fimm leikja sigurganga Milwaukee liðsins. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Jamal Murray skoraði síðan 24 stig í þessum þriðja sigri Denver í röð. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 8 fráköst fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Kemba (25 PTS, 6 3PM), @celtics (3 straight Ws) stay hot! pic.twitter.com/WwuFgts9ir— NBA (@NBA) March 3, 2021 Kemba Walker skoraði 25 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 117-112 sigur á Los Angeles Clippers en Clippers menn léku án Kawhi Leonard í leiknum. Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem vann sinn þriðja leik í röð sem hafði ekki gerst síðan í janúar. 3 s from Trae to put the @ATLHawks up late on NBA LP! pic.twitter.com/AZUPEeagpV— NBA (@NBA) March 3, 2021 Atlanta Hawks vann 94-80 sigur á Miami Heat í fyrsta leik sínum undir stjórn nýja þjálfarans Nate McMillan. Trae Young tók yfir leikinn í lokin og skoraði 13 af 18 stigum sínum í fjórða leikhluta auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Miami vann leik liðanna á sunnudaginn og Atlanta rak þá þjálfarann sinn Lloyd Pierce daginn eftir. Miami Heat liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn en skoraði nú aðeins 80 stig. Duncan Robinson og Goran Dragic voru stigahæstir með 14 stig hvor en liðið hitti ekki aðeins illa heldur tapaði fráköstunum 47-26. 35 PTS 10 AST@JaMorant scoring & distributing in the @memgrizz win! pic.twitter.com/SdEujH1nHh— NBA (@NBA) March 3, 2021 Ja Morant skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 125-111 sigur á Washington Wizards en De'Anthony Melton og Dillon Brooks voru líka báðir með 20 stig. Russell Westbrook skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Wizards og Bradley Beal skoraði líka 23 stig. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128 NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira
Phoenix Suns vann sinn fimmtánda sigur í síðustu átján leikjum þegar liðið sótti sigur í Staples Center í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Suns vann þá 114-104 sigur á Lakers. Suns liðið þurfti að klára leikinn án stjörnuleikmanns síns Devin Booker sem lét reka sig út í þriðja leikhlutanum eftir að hafa fengið tvær tæknivillur í röð. Phoenix var þá sjö stigum yfir. LeBron James skilaði sínu og skoraði 38 stig og gaf 6 stoðsendingar en hann þurfti meiri hjálp sem kom ekki. Talen Horton-Tucker skoraði reyndar 16 stig á 19 mínútum og Dennis Schröder var með 17 stig og 6 stoðsendingar. Dario Saric kom með 21 stig inn af bekknum og Mikal Bridges skoraði 19 stig fyrir Phoenix Suns. Devin Booker var með 17 stig og 6 stoðsendingar áður en hann var rekinn út úr húsi.. Chris Paul gaf 10 stoðsendingar og skoraði 8 stig. Nikola Jokic becomes the third-fastest player in NBA history to reach 50 career triple-doubles!37 PTS | 10 REB | 11 AST | @nuggets W pic.twitter.com/tFCXMlTWPO— NBA (@NBA) March 3, 2021 Nikola Jokic var með níundu þrennu sína á tímabilinu og þá fimmtugustu á ferlinum þegar Denver Nuggets vann 128-97 sigur á Milwaukee Bucks en með því endaði fimm leikja sigurganga Milwaukee liðsins. Jokic endaði leikinn með 37 stig, 11 stoðsendingar og 10 fráköst en Jamal Murray skoraði síðan 24 stig í þessum þriðja sigri Denver í röð. Giannis Antetokounmpo var með 27 stig og 8 fráköst fyrir Bucks og Khris Middleton skoraði 20 stig. Kemba (25 PTS, 6 3PM), @celtics (3 straight Ws) stay hot! pic.twitter.com/WwuFgts9ir— NBA (@NBA) March 3, 2021 Kemba Walker skoraði 25 stig og gaf 6 stoðsendingar þegar Boston Celtics vann 117-112 sigur á Los Angeles Clippers en Clippers menn léku án Kawhi Leonard í leiknum. Jaylen Brown skoraði 18 stig fyrir Boston sem vann sinn þriðja leik í röð sem hafði ekki gerst síðan í janúar. 3 s from Trae to put the @ATLHawks up late on NBA LP! pic.twitter.com/AZUPEeagpV— NBA (@NBA) March 3, 2021 Atlanta Hawks vann 94-80 sigur á Miami Heat í fyrsta leik sínum undir stjórn nýja þjálfarans Nate McMillan. Trae Young tók yfir leikinn í lokin og skoraði 13 af 18 stigum sínum í fjórða leikhluta auk þess að gefa 10 stoðsendingar. Miami vann leik liðanna á sunnudaginn og Atlanta rak þá þjálfarann sinn Lloyd Pierce daginn eftir. Miami Heat liðið var búið að vinna sex leiki í röð fyrir leikinn en skoraði nú aðeins 80 stig. Duncan Robinson og Goran Dragic voru stigahæstir með 14 stig hvor en liðið hitti ekki aðeins illa heldur tapaði fráköstunum 47-26. 35 PTS 10 AST@JaMorant scoring & distributing in the @memgrizz win! pic.twitter.com/SdEujH1nHh— NBA (@NBA) March 3, 2021 Ja Morant skoraði 35 stig og gaf 10 stoðsendingar þegar Memphis Grizzlies vann 125-111 sigur á Washington Wizards en De'Anthony Melton og Dillon Brooks voru líka báðir með 20 stig. Russell Westbrook skoraði 23 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Wizards og Bradley Beal skoraði líka 23 stig. Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128
Úrslitin í NBA deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Phoenix Suns 104-114 Washington Wizards - Memphis Grizzlies 111-125 Boston Celtics - Los Angeles Clippers 117-112 Miami Heat - Atlanta Hawks 80-94 San Antonio Spurs - New York Knicks 119-93 Millwaukee Bucks - Denver Nuggets 97-128
NBA Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Sjá meira