Handbolti

Fleiri Íslendingar yfirgefa Bietigheim í sumar

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2018 með ÍBV.
Aron Rafn Eðvarðsson fagnar Íslandsmeistaratitlinum 2018 með ÍBV. vísir/daníel

Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson yfirgefur þýska B-deildarliðið Bietigheim eftir tímabilið.

Aron Rafn staðfesti þetta í samtali við handbolta.is. Bietigheim hefur samið við Konstantin Poltrum sem á að koma í stað Arons Rafns.

Hann er ekki eini Íslendingurinn sem yfirgefur Bietigheim eftir tímabilið en Hannes Jón Jónsson hættir einnig þjálfun liðsins. Við starfi hans tekur Iker Romero.

Aron Rafn leitar sér nú að nýju félaginu. Hann vildi ekki tjá sig um það hvort hann væri á heimleið til Hauka, félagsins sem hann hóf ferilinn með.

Aron Rafn hefur leikið sem atvinnumaður frá 2013 ef frá er talið tímabilið 2017-18 sem hann lék með ÍBV og varð þrefaldur meistari með liðinu.

Bietigheim er í 9. sæti þýsku B-deildarinnar með sextán stig. Liðið sækir Bayer Dormagen heim í kvöld.

Aron Rafn lék áður með Bietigheim tímabilið 2016-17. Hann hefur einnig leikið með Hamburg í Þýskalandi, Aalborg í Danmörku og Eskilstuna Guif í Svíþjóð.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.