Handbolti

Viktor öflugur og GOG komið áfram

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli

Viktor Gísli Hallgrímsson átti flottan leik er GOG vann þriggja marka sigur á Trimo Trebnje frá Slóveníu í EHF-bikarnum, 30-27.

Liðin mættust tvisvar, á tveimur dögum í Slóveníu, en GOG vann báða leikina og er því komið áfram í sextán liða úrslitin.

Viktor Gísli var með fimmtán varða bolta í leiknum í kvöld en það skilaði tæplega 35% markvörslu.

GOG er komið áfram í næstu umferð Evrópukeppninnar eftir sigrana tvo.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.