Norðurlöndin án jarðefnaeldsneytis Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 12:00 Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Umhverfismál Bensín og olía Orkumál Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndum erum við stolt af því að vera í fararbroddi á sviði umhverfismála. Við erum stolt af því að fyrsta umhverfisráðstefna Sameinuðu þjóðanna um umhverfismál var haldin í Stokkhólmi árið 1972 og að um allan heim er iðulega horft til okkar landa þegar kemur að því að finna lausnir í umhverfismálum. Þegar leiðtogar okkar tala um umhverfismál er hlutstað. Þessi staða felur í sér sérstaka ábyrgð þegar kemur að loftslagsvandanum sem heimurinn tekst nú á við. Við undirrituð norræn umhverfisverndarsamtök skorum því á Norðurlöndin taka forystu og verða fyrsta svæðið í heiminum til að losa sig alfarið við jarðefnaeldsneyti. En það krefst sterkrar forystu, viljastyrk og ekki síst aðgerða. Áskorunina þekkjum við flest vel. Stærsti einstaki sökudólgur þegar kemur að hættulegum loftslagsbreytingum af mannavöldum er notkun jarðefnaeldsneytis. Því verður að hætta notkun þess, og það fljótt. Lokadagsetning olíuframleiðslu Nánast öll lönd hafa viðurkennt og skuldbundið sig því markmiði Parísarsamkomulagsins að takmarka hlýnun jarðar við 2°C. En þær aðgerðir sem þarf til að ná því marki eru ekki enn komnar fram og staðan er því í raun afar slæm: heimurinn er að óbreyttu á leið í ástand þar sem meðalhiti jarðar hækkar um að minnsta kosti 4 gráður. Raungerist það verða afleiðingar fyrir allt mannkynið og jörðina ólýsanlegar og hrikalegar. Tvö Norðurlanda stunda olíuframleiðslu. Danmörk hefur nýlega ákveðið lokadagsetningu olíuframleiðslu sinnar. Noregur ætti að gera slíkt hið sama. Að auki er nokkur munur á Norðurlöndunum hvað varðar magn og ástæður losunar gróðurhúsalofttegunda. Sameiginlegt öllum Norðurlöndunum er að við höfum einstakt velferðarsamfélag og norrænir borgarar eru almennt vel upplýstir og ábyrgir. Um 27 milljónir íbúa hér í norðrinu hafa því bæði getu og skyldu til að hætta notkun jarðefnaeldsneytis innan eins eða tveggja áratuga - jafnvel löngu fyrir 2050. Í Svíþjóð og á Íslandi miðum við við 2030, á Álandseyjum og Finnlandi 2035 og í Danmörku, Noregi 2040, varðandi hvenær löndin verði kolefnishlutlaus. Þetta er algjörlega í samræmi við þá framsæknu framtíðarsýn sem birtist í tillögu sem þingmenn Norðurlandaráðs lögðu fram í september 2020. Þar kalla þingmennirnir eftir lokadegi fyrir notkun jarðefnaeldsneytis á Norðurlöndum og að norrænu ríkisstjórnirnar samræmi dagsetningar. Þeir vilja að lýðræðislega kjörnir fulltrúar okkar komi sér saman um dagsetningu þegar Norðurlönd, sem fyrsta svæðið í heiminum, verði laus við jarðefnaeldsneyti. Fyrsta svæði í heiminum Í sameiginlegri áskorun höfum við umhverfisverndarsamtök með um hálfa milljón félaga lagt að leiðtogum Norðurlanda og loftslagsráðherrum að sýna þessa ábyrgð. Tæknin er til staðar og fyrirtæki og fjárfestar bíða eftir skýrum pólitískum skilaboðum. Það ætti að vera enn frekari hvati til aðgerða, að með því að vera skrefi á undan öðrum löndum aukum við samkeppnishæfni landa okkar í heimi sem óhjákvæmilega þarf að taka á þessum vanda. Það borgar sig að vera fyrstur, bæði siðferðilega og efnahagslega. Það ætti einnig að vera pólitískur hvati til þessara aðgerða, að við erum að falla á tíma ef aðgerðir ná ekki þeim krafti sem er nauðsynlegur til að ná löngu tímabærum samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Að bíða er það sama og að varpa byrðinni á næstu kynslóð - kynslóð sem lengi hefur reynt að ná áheyrn stjórnmálamanna með verkföllum í skólanum, námsmannahreyfingum og annars konar aðgerðum. Fyrir þá kynslóð er alvaran kristaltær. Aðgerða er þörf núna strax ef sú kynslóð og börn þeirra eiga að fá sömu tækifæri og kynslóðirnar á undan þeim erfðu. Þess vegna verða Norðurlöndin, sem fyrsta svæði í heiminum, að setja dagsetningu fyrir jarðefnaeldsneytislausa framtíð, svo að við getum afhent öllum afkomendum okkar fallega og byggilega jörð. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar, en greinin er sameiginleg frá Landsvernd og norrænum systursamtökum Landverndar. Danmarks Naturfredningsforening Suomen luonnonsuojeluliitto Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands Norges Naturvernforbund Sveriges Naturskyddsforening Ålands Natur och Miljö
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun