Launaþjófnaður verði refsiverður Birgir Þórarinsson skrifar 24. febrúar 2021 09:32 Kalli verkalýðshreyfingarinnar svarað Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum. Frumvarpið kynnt en engin viðbrögð Þann 29. október var tilkynning send á fjölmiðla um framlagningu frumvarpsins. Fátt var um viðbrögð þó var frumvarpsins getið í Skessuhorni. Þann 30. sama mánaðar var send tilkynning til allra stéttarfélaga og vakin athygli á málinu. Engin viðbrögð! Krafa um slíkt ákvæði hefur komið frá nokkrum verkalýðsforingjum í fjölmiðlum, jafnharðan hefur verið haft samband við þá en þeir aldrei svarað. Hvað veldur? Stjórnvaldssekt allt að 5 milljónir króna Í frumvarpinu er lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 5 milljónum króna á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Frumvarpið veitir jafnframt Vinnumálastofnun viðeigandi úrræði til að rannsaka mál til hlítar, auk þess sem hnykkt er á persónuverndarsjónarmiðum við meðferð gagna þótt skýrt sé að lög um persónuvernd nái yfir þau. Auk þess er bætt við ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnumálastofnunar.Brýnt er að í lögum sé kveðið á um úrræði af þessu tagi svo ekki sé til staðar hvati til að greiða laun undir lágmarkskjörum án þess að viðurlög liggi við þeirri háttsemi. Úrræðið snýr einungis að því að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði og er óháð rétti launamanns til að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekanda með stuðningi síns stéttarfélags og eftir atvikum fyrir dómstólum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Vinnumarkaður Kjaramál Miðflokkurinn Alþingi Mest lesið Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Sjá meira
Kalli verkalýðshreyfingarinnar svarað Undirritaður mælir í dag fyrir frumvarpi á Alþingi um að launaþjófnaður verði refsiverður. Verkalýðshreyfingin hefur lengi kallað eftir slíku. Frumvarpið lýtur að starfskjörum launafólks og er markmið þess að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði. Samkvæmt nýlegri rannsókn Alþýðusambands Íslands hefur fjöldi þeirra mála er snúa að launaþjófnaði og kjarasamningsbrotum síðustu ár aukist og þau orðið alvarlegri. Slík brot snúa einkum að hópum sem þekkja síður réttindi sín á vinnumarkaði, svo sem erlendu starfsfólki, og ungu og tekjulágu fólki. Engin viðurlög eru við slíkum brotum. Í skýrslu samstarfshóps félags- og barnamálaráðherra um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði, frá janúar 2019, var lagt til að lögfestar yrðu opinberar valdheimildir til að grípa inn í þegar alvarleg kjarabrot eru leidd í ljós og bent á að slíkar heimildir hefðu almenn varnaðaráhrif gegn kjarabrotum. Frumvarpið kynnt en engin viðbrögð Þann 29. október var tilkynning send á fjölmiðla um framlagningu frumvarpsins. Fátt var um viðbrögð þó var frumvarpsins getið í Skessuhorni. Þann 30. sama mánaðar var send tilkynning til allra stéttarfélaga og vakin athygli á málinu. Engin viðbrögð! Krafa um slíkt ákvæði hefur komið frá nokkrum verkalýðsforingjum í fjölmiðlum, jafnharðan hefur verið haft samband við þá en þeir aldrei svarað. Hvað veldur? Stjórnvaldssekt allt að 5 milljónir króna Í frumvarpinu er lagt til að Vinnumálastofnun verði veitt heimild til að leggja stjórnvaldssekt allt að 5 milljónum króna á atvinnurekanda teljist hann hafa vísvitandi eða af stórfelldu gáleysi greitt launamanni laun eða önnur starfskjör sem eru lakari en umsamin lágmarkskjör á vinnumarkaði. Einnig er lagt til að stéttarfélög og trúnaðarmenn þeirra hafi fullnægjandi heimild til að kalla eftir upplýsingum um launakjör frá atvinnurekendum. Slíkt er nauðsynlegt svo unnt sé að staðreyna hvort kjarasamningum er framfylgt af hálfu atvinnurekanda. Stéttarfélögum og trúnaðarmönnum er einnig veitt heimild til að tilkynna Vinnumálastofnun um ætlaða háttsemi og leggja fram gögn því til stuðnings. Frumvarpið veitir jafnframt Vinnumálastofnun viðeigandi úrræði til að rannsaka mál til hlítar, auk þess sem hnykkt er á persónuverndarsjónarmiðum við meðferð gagna þótt skýrt sé að lög um persónuvernd nái yfir þau. Auk þess er bætt við ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Vinnumálastofnunar.Brýnt er að í lögum sé kveðið á um úrræði af þessu tagi svo ekki sé til staðar hvati til að greiða laun undir lágmarkskjörum án þess að viðurlög liggi við þeirri háttsemi. Úrræðið snýr einungis að því að sporna við kjarasamningsbrotum á vinnumarkaði og er óháð rétti launamanns til að sækja rétt sinn gagnvart atvinnurekanda með stuðningi síns stéttarfélags og eftir atvikum fyrir dómstólum. Höfundur er þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun