„Skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. febrúar 2021 11:30 Geir Guðmundsson var fluttur á sjúkrahús á meðan leik ÍR og Hauka stóð. stöð 2 sport Flytja þurfti Geir Guðmundsson, leikmann Hauka, á sjúkrahús eftir þungt högg sem hann fékk frá ÍR-ingnum Eyþóri Hilmarssyni í leik liðanna í Olís-deildinni í gær. Sérfræðingum Seinni bylgjunnar fannst skrítið að Eyþór skildi sleppa við rauða spjaldið fyrir brotið. Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Um miðjan fyrri hálfleik fór Eyþór í andlitið á Geir sem lá óvígur eftir og kom ekkert meira við sögu í leiknum. Í viðtali við Vísi eftir leikinn sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, að Geir hefði fengið heilahristing og brotið tönn. Haukar unnu leikinn, 26-29. „Þetta er rosalega rautt spjald,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson um brot Eyþórs í Seinni bylgjunni í gær. „Fyrsta spurning: til hvers? Hvað er hann að gera með þessu? Þetta er rosalegt högg. Eyþór er rosalegur skrokkur. Þetta er verra en ég sá í leiknum. Þetta er bara mjög vont brot. Með Eyþór, ég held þetta sé eðal drengur og held að þetta sé ekkert viljandi, en þetta er ekki í fyrsta skipti í vetur sem hann brýtur svona af sér. Hann hefur verið inn og út úr boltanum, ég held hann sé bara hægur eða klaufi og þannig menn eru oft á tíðum hættulegir,“ sagði Jóhann Gunnar og rifjaði upp þegar hann lék í utandeildinni með mönnum sem voru í misgóðri æfingu. Jóhann Gunnar segist skilja gremju Hauka. „Ég skil vel að Haukarnir séu mjög pirraðir yfir þessu broti. Þetta var svo tilgangslaust brot.“ Klippa: Seinni bylgjan - Meiðsli Geirs Ásgeir Örn Hallgrímsson skilur ekki af hverju dómarar leiksins í Austurberginu lyftu ekki rauða spjaldinu eftir brotið á Geir. „Ég veit ekki hvaða varnarhreyfing þetta er hjá honum. Þetta á ekkert skylt við handbolta. Ég er ekkert viss um að þetta hafi verið rosa viljandi en það er verið að bjóða upp á þetta. Svo finnst mér dómararnir gjörsamlega bregðast í sínu hlutverki. Það er verið að tala um að dæma eftir afleiðingum og eitthvað, þegar menn liggja svona eftir eru afleiðingarnar eins klárar og þær verða,“ sagði Ásgeir Örn. „Fyrir utan það eru þeir ekkert með á nótunum. Sjúkraþjálfarinn hjá Haukum þarf að öskra sig inn á völlinn. Mér fannst þeir bregðast í þessu.“ Með sigrinum í gær komust Haukar á topp Olís-deildarinnar. ÍR-ingar eru hins vegar áfram stigalausir í tólfta og neðsta sætinu. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Haukar Seinni bylgjan Tengdar fréttir Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Enski boltinn Fleiri fréttir Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Sjá meira
Aron: Geir fékk heilahristing og er með brotna tönn Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var sáttur eftir sigur sinna manna á ÍR í Austurbergi í kvöld. Lokatölur leiksins 26-29 fyrir Haukum. 22. febrúar 2021 20:09
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti