„Finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 22:04 Halldór ásamt aðstoðarmanni sínum Erni Þrastarsyni. vísir/hulda margrét „Þetta er í raun og veru bara mjög dapurt, ég verð að segja það, þetta var klárlega ekki það sem við ætluðum okkur í kvöld,“ sagði Halldór Jóhann Sigfússon þjálfari Selfoss eftir tapið gegn Gróttu í kvöld. „Við eigum ekki að sætta okkur við að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu.“ Halldór hrósaði þó Gróttu fyrir sinn leik. „Ég tek ekkert af Gróttumönnum, þeir spiluðu frábærlega á mörgum köflum, en við vorum samt óttalegir aular. Við fáum bara á okkur tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum, það er 4-2 fyrir okkur þegar það eru 10 mínútur búnar af leiknum og við erum að spila hörkuvörn. Svo fáum við 2-3 mörk á okkur og menn fara í eitthvað óöryggi og fara að horfa á næsta mann í staðin fyrir að halda okkur við okkar skipulag. Svo tökum við þetta óöryggi með okkur fram og hættum að skora, hann ver allt sem kemur á markið og við tökum slæmar ákvarðanir sóknarlega.“ Halldór Jóhann var greinilega mjög ósáttur við leik sinna manna í dag og hélt áfram að tala um slæma ákvarðanatöku. „Við ætlum helst að skora tvö mörk í hverri einustu sókn og helst að verjast tvisvar líka. Þetta var bara svona gangur leiksins, við höfðum alltaf tækifæri til að koma okkur almennilega inn í þetta aftur en við bara köstuðum því frá okkur.“ Selfyssingar hafa nú tapað þrem leikjum í röð, en næsti leikur er gegn ÍBV á fimmtudaginn. „Það er mjög stutt á milli og gríðarlega mikilvægt að gíra sig upp í þann leik. Við ætlum auðvitað að vinna þann leik, en við ætluðum líka að vinna Fram og við ætluðum að vinna Hauka, en þetta er bara eitt það slakasta sem ég hef upplifað með Selfossliðið. Ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í mönnum að bæta í þá veit ég ekki hvað. Menn tala um krísu og allt það og mér finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu, ég verð bara að segja alveg eins og er.“ Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Halldór hrósaði þó Gróttu fyrir sinn leik. „Ég tek ekkert af Gróttumönnum, þeir spiluðu frábærlega á mörgum köflum, en við vorum samt óttalegir aular. Við fáum bara á okkur tvö mörk á fyrstu 10 mínútunum, það er 4-2 fyrir okkur þegar það eru 10 mínútur búnar af leiknum og við erum að spila hörkuvörn. Svo fáum við 2-3 mörk á okkur og menn fara í eitthvað óöryggi og fara að horfa á næsta mann í staðin fyrir að halda okkur við okkar skipulag. Svo tökum við þetta óöryggi með okkur fram og hættum að skora, hann ver allt sem kemur á markið og við tökum slæmar ákvarðanir sóknarlega.“ Halldór Jóhann var greinilega mjög ósáttur við leik sinna manna í dag og hélt áfram að tala um slæma ákvarðanatöku. „Við ætlum helst að skora tvö mörk í hverri einustu sókn og helst að verjast tvisvar líka. Þetta var bara svona gangur leiksins, við höfðum alltaf tækifæri til að koma okkur almennilega inn í þetta aftur en við bara köstuðum því frá okkur.“ Selfyssingar hafa nú tapað þrem leikjum í röð, en næsti leikur er gegn ÍBV á fimmtudaginn. „Það er mjög stutt á milli og gríðarlega mikilvægt að gíra sig upp í þann leik. Við ætlum auðvitað að vinna þann leik, en við ætluðum líka að vinna Fram og við ætluðum að vinna Hauka, en þetta er bara eitt það slakasta sem ég hef upplifað með Selfossliðið. Ef þetta er ekki eitthvað til að kveikja í mönnum að bæta í þá veit ég ekki hvað. Menn tala um krísu og allt það og mér finnst það vera krísa að tapa með sex mörkum á heimavelli á móti Gróttu, ég verð bara að segja alveg eins og er.“
Olís-deild karla UMF Selfoss Grótta Tengdar fréttir Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26 Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Sjá meira
Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. 22. febrúar 2021 21:26