Ábendingalína Barnaheilla kemur að gagni Þóra Jónsdóttir skrifar 22. febrúar 2021 12:31 Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ofbeldi gegn börnum Félagasamtök Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýverið barst tilkynning frá ábendingalínu í Þýskalandi til Ábendingalínu Barnaheilla sem varðaði vefsíðu þar sem börn á aldrinum 9-13 ára voru birt á kynferðislegan hátt á uppstilltum myndum (e. child-modelling). Um var að ræða um 140 myndir, sem sýndu börnin klæðalítil þar sem þeim var stillt upp kynferðislega og á klámfenginn hátt. Vefsíðan var hýst hjá fyrirtæki sem hefur tengsl við Ísland og því barst tilkynningin íslensku ábendingalínunni. Málið var áframsent til lögreglunnar, en lögreglan á Suðurnesjum annast samstarfið við Barnaheill og fulltrúi þeirra greinir tilkynningar sem til ábendingalínunnar berast. Lögreglan sendi beiðni til fyrirtækisins sem bar ábyrgð á hýsingu vefsíðunnar, sem áður hefur verið komið á tengslum við, um að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Umrætt fyrirtæki brást vel við beiðninni og fjarlægði síðuna umsvifalaust. Þannig liðu innan við 30 klukkustundir frá því að tilkynningin barst frá Þýskalandi og þar til búið var að fjarlægja vefsíðuna af netinu. Í framhaldinu sendi lögreglan málið til Interpol til frekari rannsóknar. Markmiðið með því er að finna þá sem ábyrgir eru fyrir vefsíðunni og mögulega bera kennsl á þau börn sem málið varðar og styðja þau úr hugsanlegum ofbeldisaðstæðum. Í þessu máli sem öðrum, sannaðist gildi þess að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á neti til Ábendingalínu Barnaheilla. Tilkynning kemur börnum til bjargar og hvert barn skiptir máli. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Höfundur er verkefnastjóri innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar