Langt því frá hættir eftir komu Hansen: Nýtt stjörnulið í líkingu við AG? Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2021 07:01 Ólafur Stefánsson í leik með AG gegn Savehof í Meistaradeildinni árið 2010. Lars Ronbog/Getty Álaborg tilkynnti í gær að Mikkel Hansen muni spila með liðinu frá sumrinu 2022. Skiptin vöktu mikla athygli enda Hansen einn albesti leikmaður heims að snúa aftur heim. Danskir fjölmiðlar fjölluðu vel um skiptin í gær en Hansen hefur verið í herbúðum PSG frá 2012. Hann er alinn upp hjá GOG en gerði þriggja ára samning við Álaborg frá sumrinu 2022. Arnór Atlason er þjálfari Álaborgar sem hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár og þeir stefna enn hærra á næstu árum. Þeir vilja fara alla leið í Final 4 í Meistaradeildinni. Eins og áður segir hefur Hansen skrifað undir samning og nú er talið að samherji hans úr landsliðinu, Mads Mensah, skrifi einnig undir samning við Álaborgarliðið. Mensah er með samning við Flensburg til sumarsins 2022. Dyr verdensstjerne: Sådan fik Aalborg Håndbold råd til Mikkel Hansen https://t.co/ThTKQ5vM7L pic.twitter.com/a8n82Vmu4k— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) February 19, 2021 Það eru þó ekki bara þessir tveir sem eru á leiðinni. Norski hornamaðurinn Kristian Bjørnsen frá Wetzlar og sænski línumaðurinn Jesper Nielsen hjá Rhein Neckar Löwen eru einnig taldir á leiðinni til danska liðsins. Það bendir því allt til þess að Álaborg stilli upp liði sem margt um minnir á liðið AG Kaupmannahöfn sem var lifandi á árunum 2010 til 2012. Liðið var algjört stjörnulið og Mikkel Hansen var einmitt hluti af því liði, sem og Mads Mensah. Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku með liðinu. Þeir urðu meistarar bæði tímabil sín í danska boltanum áður en þeir urðu gjaldþrota sumarið 2012. Einnig fóru þeir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar tímabilið 2011/2012. Kristian Bjørnsen ser ut til å bli del av «Mikkel Hansen-revolusjonen» i Aalborg. https://t.co/Ib1INMAFLe— Stig Aa. Nygård (@Tv2Stig) February 18, 2021 Danski handboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira
Danskir fjölmiðlar fjölluðu vel um skiptin í gær en Hansen hefur verið í herbúðum PSG frá 2012. Hann er alinn upp hjá GOG en gerði þriggja ára samning við Álaborg frá sumrinu 2022. Arnór Atlason er þjálfari Álaborgar sem hefur orðið danskur meistari síðustu tvö ár og þeir stefna enn hærra á næstu árum. Þeir vilja fara alla leið í Final 4 í Meistaradeildinni. Eins og áður segir hefur Hansen skrifað undir samning og nú er talið að samherji hans úr landsliðinu, Mads Mensah, skrifi einnig undir samning við Álaborgarliðið. Mensah er með samning við Flensburg til sumarsins 2022. Dyr verdensstjerne: Sådan fik Aalborg Håndbold råd til Mikkel Hansen https://t.co/ThTKQ5vM7L pic.twitter.com/a8n82Vmu4k— Jyllands-Posten (@jyllandsposten) February 19, 2021 Það eru þó ekki bara þessir tveir sem eru á leiðinni. Norski hornamaðurinn Kristian Bjørnsen frá Wetzlar og sænski línumaðurinn Jesper Nielsen hjá Rhein Neckar Löwen eru einnig taldir á leiðinni til danska liðsins. Það bendir því allt til þess að Álaborg stilli upp liði sem margt um minnir á liðið AG Kaupmannahöfn sem var lifandi á árunum 2010 til 2012. Liðið var algjört stjörnulið og Mikkel Hansen var einmitt hluti af því liði, sem og Mads Mensah. Arnór Atlason, Guðjón Valur Sigurðsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ólafur Stefánsson léku með liðinu. Þeir urðu meistarar bæði tímabil sín í danska boltanum áður en þeir urðu gjaldþrota sumarið 2012. Einnig fóru þeir í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar tímabilið 2011/2012. Kristian Bjørnsen ser ut til å bli del av «Mikkel Hansen-revolusjonen» i Aalborg. https://t.co/Ib1INMAFLe— Stig Aa. Nygård (@Tv2Stig) February 18, 2021
Danski handboltinn Mest lesið „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Enski boltinn „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Fleiri fréttir Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Sjá meira