Handbolti

Arnar Daði: Hundsvekktur og fúll, pirraður og leiður

Rúnar Þór Brynjarsson skrifar
Arnar Daði Arnarsson.
Arnar Daði Arnarsson. Stöð 2/Skjáskot

Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, var vonsvikinn eftir naumt tap gegn Þór í nýliðaslag Olís-deildar karla í handbolta í dag.

Grótta var yfir nánast allan leikinn en náðu ekki að knýja fram sigur.

„Við skorum ekki úr uppstilltum sóknarleik síðasta korterið og var það eitt hraðaupphlaup sem bjargar andlitinu í lokin. Við bara guggnuðum og það er ekki í boði í svona leik. Við vissum að þetta væri ekkert grín sem við værum að fara út í. Þetta var allt eða ekkert fyrir Þórsarana og sömuleiðis fyrir okkur. Við þurfum bara að núllstilla okkur og fara aftur í grunninn,“ sagði Arnar Daði í leikslok.

Grótta er með fimm stig í 10.sæti deildarinnar og Þórsararnir einu sæti neðar með einu stigi minna eftir leikinn í dag.

„Ef við ætlum að vinna leiki þá þarf eitthvað að breytast en ef við ætlum að tapa þá er allt í lagi að halda þessu bara en við erum ekki í þessu til að tapa og við erum í þessu til að læra og lifa og sem betur fer er næsti leikur á fimmtudaginn og ég ætla vona það að bæði við þjálfarateymið og strákarnir mætum tvíefldir til leiks og sýnum betri leik en þetta.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×