Stutt svar við grein Þrastar Ólafssonar um ofanískurðarmokstur Þórarinn Lárusson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30 Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Sjá meira
Ekki var svo sem við öðru að búast en einhverjum mótvægisaðgerðum Votlendissjóðsmanna við grein undirritaðs á Vísi á mánudaginn var. Formaður stjórnar Votlendissjóðsins, Þröstur Ólafsson, tók þetta verk að sér og eyðir hlutfallslega miklu plássi í vandlætingu á efni téðrar greinar. Má segja að það hafi verið að vonum um tilurð Votlendissjóðsins og er sjálfsagt að biðjast velvirðingar á ónákvæmni í því efni, en skoðum þó þennan þátt ögn nánar, með eftirfarandi tilvitnun í hlutverk sjóðsins, samkvæmt vefsíðu hans: ,,Votlendissjóðurinn er sjálfseignasjóður fjármagnaður af samfélagslega ábyrgum fyrirtækjum og einstaklingum. Hlutverk sjóðsins er að vinna að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis, í samstarfi við landeigendur, ríki, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga.“ Ennfremur: „Öll endurheimt Votlendissjóðsins eru unnin í samvinnu við Landgræðsluna sem heldur utan um landsbókhald endurheimtar fyrir Ísland og staðfestir endurheimt á þá skrá.“ Það er vissulega ofsagt í grein undirritaðs að sjóðurinn hafi af opinberri hálfu verið settur á laggirnar. Hins vegar kemur fram að ríki og sveitarfélög komi að málinu, ásamt Landgræðslunni, sem óneitanlega eru öll mjög öflugir opiberir aðilar. Þegar öllu er á botninn hvolft, er stóra málið að verkefnið í heild kostar í sjálfu sér það sama, hverjir svo sem eiga þarna hlut að máli, þótt kosnaðurinn skiptist eitthvað á annan hátt. Vissulega hafa menn farið offari í skurðgreftri ef tilgangur framræslunnar hefur eingöngu verið ætlaður til jarðræktar, sem talið er vera um 14% eða um 570 km2 af um 4.200 km2, sem framræst hefur verið alls samkvæmt vefsíðu Votlendissjóðs. Aðrir aðilar hafa efast um þetta umfang, auk þess, sem virkni gamalla framræsluskurða er víða orðin lítil og í heildina eru tölur um útblástur gróðurhúsalofttegunda nokkuð á reiki. Þótt óvissan sé mikil varðandi þetta, er kolefnislosunin vissulega mikil, en um þetta þarf ekki að deila í sjálfu sér, enda voru engar tölur hér að lútandi nefndar í grein undirritaðs. Sá er þetta ritar, hafði einkum í huga að velja til ræktunar í framræstu land, sem liggur vel við og áformað er að taka til ræktunar, gróður, sem er eftirsóttur og bindur mikið kolefni, þó svo að það nái ekki að kolefnisjafna framræsluna að öllu leyti. Auk þess mætti bæta við skógrækt víðar á landareigninni til frekari kolefnisbindingar. Skógrækt, ásamt t.d. lúpínu mætti nefna, sem eykur verulega frjósemi jarðvegs og örvar mjög kolefnisbindingu hvors tveggja, ekki síst á lélegu landi. Annað í grein undirritaðs stendur og þá ekki síst að hvetja menn til að lágmarka ofanískorðamokstur sem verða má, með því að hugsa málið mun betur en séð verður að hafi verið gert. Höfundur er formaður í stjórn Framfarafélags Fljótsdalshéraðs.
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir Þórarins L. Stjórnarformaður Votlendissjóðs svarar grein Þórarins Lárussonar og segir hana fulla af rangfærslum og villandi fullyrðingum. 9. febrúar 2021 23:30
Mótvægisaðgerðir vegna framræslu votlendis aðrar en endurheimt með því að moka ofan í skurði Til að minnka kolefnisspor í framræstu landi virðist eins og helsta ráðið til þess sé að moka ofan í framræsluskurðina aftur, eins og fram hefur komið í fréttum nýverið og kallað endurheimt votlendis. Um þetta hefur af opinberri hálfu verið settur á laggirnar svonefndur Votlendissjóður, sem hefur valið að einkavæða verkið og ráðið til þess hóp fólks. 8. febrúar 2021 09:30
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun