LeBron James og félagar unnu OKC aftur í framlengingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. febrúar 2021 07:31 LeBron James og Wesley Matthews fagna körfu í nótt. AP/Ashley Landis Los Angeles Lakers hélt sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það gerðu líka Phoenix Suns og Dallas Mavericks. Brooklyn Nets endaði líka taphrinu sína. Varnarleikur LeBron James sá til þess að lokasókn Oklahoma City Thunder rann út í sandinn þegar Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur í framlengdum leik liðanna, 114-113. Þetta var sjötti sigur Lakers-liðsins í röð. LeBron reads the pass.. Ballgame. pic.twitter.com/xlojWkLhNy— NBA (@NBA) February 11, 2021 Sóknarleikur LeBron James hafði komið leiknum í framlengingu því þriggja stiga karfa hans jafnaði metin. Þetta var annar framlengdi leikur þessar sömu liða á þremur dögum því Lakers vann 119-112 í öðrum framlengdum leik aðfaranótt þriðjudagsins. LeBron James endaði leikinn með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst en Montrezl Harrell kom með 20 stig inn af bekknum. Al Horford var stigahæstur hjá Thunder með 25 stig og Kenrich Williams skoraði 24 stig. LeBron finds Wes for the CLUTCH overtime !@Lakers 114@okcthunder 11330.2 left: https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/DONIF13jh4— NBA (@NBA) February 11, 2021 Chris Paul og félagar í Phoenix Suns halda áfram að gera frábæra hluti en þeir unnu 125-124 sigur á Milwaukee Bucks þar sem 47 stig frá Giannis Antetokounmpo dugðu ekki til. Þetta var fjórði sigur Suns í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Bucks var aftur á mótið búið að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn. Suns liðið var reyndar 124-116 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Bucks skoraði þá átta stig í röð og jafnaði leikinn. Sigurstigið gerði Devin Booker af vítalínunni. Devin Booker skoraði 30 stig fyrir Phoenix Suns og Chris Paul bætti við 28 stigum og 7 stoðsendingum. Antetokounmpo var með 11 fráköst og 5 stoðsendingar auk 47 stig og Khris Middleton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. 20-2 @Suns run to take the lead on ESPN! pic.twitter.com/4iNPyKlxLn— NBA (@NBA) February 11, 2021 Luka Doncic var með þrennu hjá Dallas Mavericks í 118-117 sigri á Atlanta Hawks. Slóveninn snjalli var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en þetta var sjöunda þrennan hans á tímabilinu sem er það mesta hjá leikmanni í deildinni. Trae Young var með 25 stig og 15 stoðsendingar fyrir Hawks liðið en John Collins var stigahæstur með 33 stig. Atlanta Hawks menn voru mjög ósáttir í blálokin þegar Trae Young endaði í gólfinu og missti af tækifærinu til að taka lokaskotið. 28/10/10 triple-double for Luka 25 points, 15 assists for Trae@luka7doncic x @TheTraeYoung did their things. pic.twitter.com/2WZJ5pBZT2— NBA (@NBA) February 11, 2021 Varamennirnir komu sterkir inn hjá Dallas í lokin. Jalen Brunson skoraði 11 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og Tim Hardaway Jr. var með 13 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum sem Dallas liðið vann 37-27 eftir að hafa verið um tíma þrettán stigum undir í þriðja leikhluta. Dallas liðið vann þarna sinn þriðja sigur í röð og fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum eftir að hafa komið út úr sex leikja taphrinu. Kyrie Irving skoraði 35 stig þegar Brooklyn Nets endaði þriggja leikja taphrinu með 104-94 sigur á Indiana Pacers. Nets liðið mætti einbeitt til leiks og var komið 32 sigum yfir í hálfleik. James Harden var með 19 stig og 11 fráköst en liðið spilaði enn án ný án Kevin Durant sem er áfram í sóttkví. Kyrie to DeAndre.. OH MY! pic.twitter.com/l0gmsYnDHr— NBA (@NBA) February 11, 2021 Kawhi Leonard skoraði 36 stig þegar LA Clippers vann 119-112 útisigur á Minnesota Timberwolves en þetta er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Lou Williams kom með 27 stig inn af bekknum. Karl-Anthony Towns snéri aftur í lið Timberwolves eftir þrettán leikja fjarveru og var með 18 stig og 10 fráköst. LaVine up to 35 PTS.. and we're still in the 3rd quarter! #PhantomCam : NBA LP pic.twitter.com/6gHVXKVqIa— NBA (@NBA) February 11, 2021 Zach LaVine skoraði 46 stig og alls níu þriggja stiga körfur þegar Chicago Bulls vann 129-116 sigur á New Orleans Pelicans. Bulls liðið setti nýtt félagsmet með því að skora 25 þriggja stiga körfur í leiknum en Coby White var með 30 stig og átta þrista. Zion Williamson var með 29 stig hjá Pelíkönunum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 114-113 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 125-124 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 104-94 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 118-117 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 129-116 Minnesota Timberwolves- LA Clippers 112-119 Washington Wizards - Toronto Raptors 115-137 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 130-114 Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 133-95 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Varnarleikur LeBron James sá til þess að lokasókn Oklahoma City Thunder rann út í sandinn þegar Los Angeles Lakers vann eins stigs sigur í framlengdum leik liðanna, 114-113. Þetta var sjötti sigur Lakers-liðsins í röð. LeBron reads the pass.. Ballgame. pic.twitter.com/xlojWkLhNy— NBA (@NBA) February 11, 2021 Sóknarleikur LeBron James hafði komið leiknum í framlengingu því þriggja stiga karfa hans jafnaði metin. Þetta var annar framlengdi leikur þessar sömu liða á þremur dögum því Lakers vann 119-112 í öðrum framlengdum leik aðfaranótt þriðjudagsins. LeBron James endaði leikinn með 25 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst en Montrezl Harrell kom með 20 stig inn af bekknum. Al Horford var stigahæstur hjá Thunder með 25 stig og Kenrich Williams skoraði 24 stig. LeBron finds Wes for the CLUTCH overtime !@Lakers 114@okcthunder 11330.2 left: https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/DONIF13jh4— NBA (@NBA) February 11, 2021 Chris Paul og félagar í Phoenix Suns halda áfram að gera frábæra hluti en þeir unnu 125-124 sigur á Milwaukee Bucks þar sem 47 stig frá Giannis Antetokounmpo dugðu ekki til. Þetta var fjórði sigur Suns í röð og sá sjöundi í síðustu átta leikjum. Bucks var aftur á mótið búið að vinna fimm leiki í röð fyrir leikinn. Suns liðið var reyndar 124-116 yfir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en Bucks skoraði þá átta stig í röð og jafnaði leikinn. Sigurstigið gerði Devin Booker af vítalínunni. Devin Booker skoraði 30 stig fyrir Phoenix Suns og Chris Paul bætti við 28 stigum og 7 stoðsendingum. Antetokounmpo var með 11 fráköst og 5 stoðsendingar auk 47 stig og Khris Middleton skoraði 18 stig og gaf 11 stoðsendingar. 20-2 @Suns run to take the lead on ESPN! pic.twitter.com/4iNPyKlxLn— NBA (@NBA) February 11, 2021 Luka Doncic var með þrennu hjá Dallas Mavericks í 118-117 sigri á Atlanta Hawks. Slóveninn snjalli var með 28 stig, 10 fráköst og 10 stoðsendingar en þetta var sjöunda þrennan hans á tímabilinu sem er það mesta hjá leikmanni í deildinni. Trae Young var með 25 stig og 15 stoðsendingar fyrir Hawks liðið en John Collins var stigahæstur með 33 stig. Atlanta Hawks menn voru mjög ósáttir í blálokin þegar Trae Young endaði í gólfinu og missti af tækifærinu til að taka lokaskotið. 28/10/10 triple-double for Luka 25 points, 15 assists for Trae@luka7doncic x @TheTraeYoung did their things. pic.twitter.com/2WZJ5pBZT2— NBA (@NBA) February 11, 2021 Varamennirnir komu sterkir inn hjá Dallas í lokin. Jalen Brunson skoraði 11 af 21 stigi sínu í fjórða leikhlutanum og Tim Hardaway Jr. var með 13 af 16 stigum sínum í lokaleikhlutanum sem Dallas liðið vann 37-27 eftir að hafa verið um tíma þrettán stigum undir í þriðja leikhluta. Dallas liðið vann þarna sinn þriðja sigur í röð og fjórða sigurinn í síðustu fimm leikjum eftir að hafa komið út úr sex leikja taphrinu. Kyrie Irving skoraði 35 stig þegar Brooklyn Nets endaði þriggja leikja taphrinu með 104-94 sigur á Indiana Pacers. Nets liðið mætti einbeitt til leiks og var komið 32 sigum yfir í hálfleik. James Harden var með 19 stig og 11 fráköst en liðið spilaði enn án ný án Kevin Durant sem er áfram í sóttkví. Kyrie to DeAndre.. OH MY! pic.twitter.com/l0gmsYnDHr— NBA (@NBA) February 11, 2021 Kawhi Leonard skoraði 36 stig þegar LA Clippers vann 119-112 útisigur á Minnesota Timberwolves en þetta er það mesta sem hann hefur skorað á tímabilinu. Lou Williams kom með 27 stig inn af bekknum. Karl-Anthony Towns snéri aftur í lið Timberwolves eftir þrettán leikja fjarveru og var með 18 stig og 10 fráköst. LaVine up to 35 PTS.. and we're still in the 3rd quarter! #PhantomCam : NBA LP pic.twitter.com/6gHVXKVqIa— NBA (@NBA) February 11, 2021 Zach LaVine skoraði 46 stig og alls níu þriggja stiga körfur þegar Chicago Bulls vann 129-116 sigur á New Orleans Pelicans. Bulls liðið setti nýtt félagsmet með því að skora 25 þriggja stiga körfur í leiknum en Coby White var með 30 stig og átta þrista. Zion Williamson var með 29 stig hjá Pelíkönunum. Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 114-113 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 125-124 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 104-94 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 118-117 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 129-116 Minnesota Timberwolves- LA Clippers 112-119 Washington Wizards - Toronto Raptors 115-137 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 130-114 Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 133-95 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 114-113 Phoenix Suns - Milwaukee Bucks 125-124 Brooklyn Nets - Indiana Pacers 104-94 Dallas Mavericks - Atlanta Hawks 118-117 Chicago Bulls - New Orleans Pelicans 129-116 Minnesota Timberwolves- LA Clippers 112-119 Washington Wizards - Toronto Raptors 115-137 Memphis Grizzlies - Charlotte Hornets 130-114 Denver Nuggets - Cleveland Cavaliers 133-95
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Handbolti Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Íslenski boltinn Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Enski boltinn Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fótbolti „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Íslenski boltinn Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Enski boltinn Lífsferill íþróttamannsins: Vandinn við að mæla börn Sport Fleiri fréttir Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins