Aðgengi fyrir börn af erlendum uppruna Alexandra Briem skrifar 9. febrúar 2021 20:31 Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Innflytjendamál Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Alexandra Briem Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Skóla- og frístundaráð Reykjavíkur samþykkti í dag stóraukna íslenskukennslu fyrir börn með annað móðurmál en íslensku með aukningu upp á 143 milljónir árlega í málaflokkinn næstu þrjú árin. Það skiptir miklu máli til að jafna tækifæri allra til að taka fullan þátt í samfélaginu, eignast vini, fylgjast með umræðunni og fréttum. Að því ógleymdu að í ýmsum störfum er það annað hvort beinlínis nauðsynlegt, eða að minnsta kosti gífurlega hjálplegt. Þetta snýst um lýðræði og jafnrétti og að skapa samfélag þar sem öllum getur liðið vel, notið hæfileika sinna og fengið tækifæri til þess að dafna. Það er jú okkur öllum í hag. Þess vegna er það á ábyrgð hins opinbera að sjá til þess að þau sem hingað flytjast eigi kost á því að læra tungumálið. Með þessari breytingu verður fjármagn á hvern nemanda verulega aukið og tvö ný íslenskuver verða opnuð. Það er til þess að tryggja öfluga íslenskukennslu nemenda sem hingað flytjast, fyrstu mánuði búsetunnar, sem gerir þeim í framhaldi kleift að koma inn í skólakerfið af meiri krafti með sínum jafnöldrum. Að auki verður stuðningur okkar sérfræðinga í Miðju máls og læsis aukinn. Brúarsmiðir verða ennfremur efldir sem tryggja gott samstarf skólakerfisins við fjöltyngd börn og foreldra þeirra.Svo verður auknu fjármagni varið í fjölmenningarlegt leikskólastarf. Umræðan um hvaða tungumál sé talað á Íslandi hefur verið nokkuð áberandi síðustu daga. Krafan um það að fólk tali mál heimafólks þegar það flyst búferlum getur verið æði ósanngjörn. Það getur legið betur fyrir Íslendingum að tala til að mynda ensku, sem við erum flest nær altalandi á hvort eð er. Eða dönsku sem við höfum lært frá ungum aldri eða önnur Norðurlandamál. Nú eða þýsku og önnur germönsk mál sem eru keimlík því sem við kunnum og nota svipaðar orðrætur og beygingarmyndir, verið einfaldara en fyrir mörgum sem hingað flytjast að læra ástkæra ylhýra málið okkar. Það er bæði málfræðilega flókið og sjaldheyrt utan landssteinanna. Þess vegna viljum við styðja enn betur við börn sem hingað koma svo þau standi jafnfætis íslenskum börnum þegar kemur að tækifærum. Píratar leggja alla áherslu á jafnræði og jafnrétti óháð uppruna. Ég er stolt af aðkomu okkar Pírata að þessu máli. Við róum öllum árum í þá átt að samfélagið sé gott fyrir fólk óháð stétt, stöðu eða uppruna. Þetta snýst um að búa til samfélag fyrir alla, þar sem fólk er ekki skilið útundan. Fjölbreytni mannlífsins er svo dýrmæt. Það skiptir öllu máli að gera okkur sem samfélagi kleift að njóta krafta öflugs fólks af ólíkum uppruna svo við megum öll dafna í sameiningu. Höfundur er fulltrúi Pírata í skóla- og frístundaráði Reykjavíkur.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun