LeBron James bauð upp á þrennu í fjarveru Davis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. febrúar 2021 07:31 LeBron James var mjög öflugur í sigri Los Angeles Lakers í nótt. AP/Mark J. Terrill LeBron James og félagar í Los Angeles Lakers þurftu framlengingu til að vinna Oklahoma City Thunder í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. LeBron James þurfti að gera mikið í 119-112 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunder og endaði með þrennu en þurfti að spila 43 mínútur. James var með 28 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 19 stig. Lakers náði 8-0 spretti á lokakafla fjórða leikhluta en Shai Gilgeous-Alexander tryggði Thunder framlengingu með því að setja niður þrjú víti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Anthony Davis missti af leiknum vegna meiðsla en Lakers endurheimti Wesley Matthews. Matthews kom með 16 stig af bekknum og Montrezl Harrell bætti við 21 stigi hjá varamönnum Lakers. Gilgeous-Alexander skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Thunder liðið. LBJ to Wes Matthews.. got it!7-0 @Lakers run to start OT https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/w2KaleJrD1— NBA (@NBA) February 9, 2021 Dejounte Murray skorðai 27 stig, tók 10 fráköst og stal 8 boltum þegar San Antonio Spurs vann 105-100 sigur á Golden State Warriors og DeMar DeRozan bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Warriors en það dugði ekki til. Draymond Green var með 10 fráköst og 10 stoðsendingar en aðeins 7 stig. Dejounte Murray (27 PTS) hits the clutch 3 to help secure the @spurs win! #GoSpursGo pic.twitter.com/yNn8jHylmW— NBA (@NBA) February 9, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig, 13 fráköst og 6 varin skot þegar Dallas Mavericks vann 127-122 útisigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skoraði 26 stig og Tim Hardaway kom með 24 stig inn af bekknum. Malik Beasley var með 22 af 30 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Timberwolves. Devin Booker átti mjög flottan leik þegar Phoenix Suns hélt góðu gengi sínu áfram með 119-113 sigur á Cleveland Cavaliers. Booker skoraði 36 stig og Mikal Bridges var með 22 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Devin Booker hitti úr 14 af 27 skotum og var einnig með átta stoðsendingar. 32 for FVV 32 for Spicy P W for @Raptors @pskills43 x @FredVanVleet pic.twitter.com/sgy5jSxWDB— NBA (@NBA) February 9, 2021 Fred VanVleet og Pascal Siakam voru báðir með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 128-113 útisigur á Memphis Grizzlies. VanVleet hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en hann átti einnig níu stoðsendingar. Toronto liðið vann seinni hálfleikinn 65-43 en liðið fór í gang eftir að þjálfarinn Nick Nurse var rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta. 11 dimes for Middleton.25 points for Giannis.@Bucks lead midway through the 4th Q on NBA TV. pic.twitter.com/LmLMgP2Zrn— NBA (@NBA) February 9, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og Khris Middleton var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 125-112 útisigur á Denver Nuggets. Nikola Jokic skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Denver en það dugði ekki til. LaMelo ties the @hornets rookie record with 7 threes! @MELOD1P: 24 PTS | 10 AST pic.twitter.com/aVHEV3SnPz— NBA (@NBA) February 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira
LeBron James þurfti að gera mikið í 119-112 sigri Los Angeles Lakers á Oklahoma City Thunder og endaði með þrennu en þurfti að spila 43 mínútur. James var með 28 stig, 14 fráköst og 12 stoðsendingar og Dennis Schröder skoraði 19 stig. Lakers náði 8-0 spretti á lokakafla fjórða leikhluta en Shai Gilgeous-Alexander tryggði Thunder framlengingu með því að setja niður þrjú víti 1,2 sekúndum fyrir leikslok. Anthony Davis missti af leiknum vegna meiðsla en Lakers endurheimti Wesley Matthews. Matthews kom með 16 stig af bekknum og Montrezl Harrell bætti við 21 stigi hjá varamönnum Lakers. Gilgeous-Alexander skoraði 29 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Thunder liðið. LBJ to Wes Matthews.. got it!7-0 @Lakers run to start OT https://t.co/TSNteoSTTr pic.twitter.com/w2KaleJrD1— NBA (@NBA) February 9, 2021 Dejounte Murray skorðai 27 stig, tók 10 fráköst og stal 8 boltum þegar San Antonio Spurs vann 105-100 sigur á Golden State Warriors og DeMar DeRozan bætti við 21 stigi og 10 stoðsendingum. Stephen Curry skoraði 32 stig fyrir Warriors en það dugði ekki til. Draymond Green var með 10 fráköst og 10 stoðsendingar en aðeins 7 stig. Dejounte Murray (27 PTS) hits the clutch 3 to help secure the @spurs win! #GoSpursGo pic.twitter.com/yNn8jHylmW— NBA (@NBA) February 9, 2021 Kristaps Porzingis var með 27 stig, 13 fráköst og 6 varin skot þegar Dallas Mavericks vann 127-122 útisigur á Minnesota Timberwolves. Luka Doncic skoraði 26 stig og Tim Hardaway kom með 24 stig inn af bekknum. Malik Beasley var með 22 af 30 stigum sínum í fjórða leikhluta fyrir Timberwolves. Devin Booker átti mjög flottan leik þegar Phoenix Suns hélt góðu gengi sínu áfram með 119-113 sigur á Cleveland Cavaliers. Booker skoraði 36 stig og Mikal Bridges var með 22 stig fyrir Phoenix sem hefur unnið sex af síðustu sjö leikjum sínum. Devin Booker hitti úr 14 af 27 skotum og var einnig með átta stoðsendingar. 32 for FVV 32 for Spicy P W for @Raptors @pskills43 x @FredVanVleet pic.twitter.com/sgy5jSxWDB— NBA (@NBA) February 9, 2021 Fred VanVleet og Pascal Siakam voru báðir með 32 stig þegar Toronto Raptors vann 128-113 útisigur á Memphis Grizzlies. VanVleet hefur verið að spila mjög vel að undanförnu en hann átti einnig níu stoðsendingar. Toronto liðið vann seinni hálfleikinn 65-43 en liðið fór í gang eftir að þjálfarinn Nick Nurse var rekinn út úr húsi í þriðja leikhluta. 11 dimes for Middleton.25 points for Giannis.@Bucks lead midway through the 4th Q on NBA TV. pic.twitter.com/LmLMgP2Zrn— NBA (@NBA) February 9, 2021 Giannis Antetokounmpo skoraði 30 stig og Khris Middleton var með 29 stig og 12 stoðsendingar þegar Milwaukee Bucks vann 125-112 útisigur á Denver Nuggets. Nikola Jokic skoraði 35 stig, tók 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar fyrir Denver en það dugði ekki til. LaMelo ties the @hornets rookie record with 7 threes! @MELOD1P: 24 PTS | 10 AST pic.twitter.com/aVHEV3SnPz— NBA (@NBA) February 9, 2021 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Oklahoma City Thunder 119-112 Minnesota Timberwolves - Dallas Mavericks 122-127 Memphis Grizzlies - Toronto Raptors 113-128 San Antonio Spurs - Golden State Warriors 105-100 Phoenix Suns - Cleveland Cavaliers 119-113 Chicago Bulls - Washington Wizards 101-105 Denver Nuggets - Milwaukee Bucks 112-125 Charlotte Hornets - Houston Rockets 119-94
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Enski boltinn Laus við tvo endajaxla og skrúfu úr hnénu Sport Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður Handbolti Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Enski boltinn Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Enski boltinn „Fáum fullt af svörum um helgina“ Handbolti Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Tindastóll vann Val í spennutrylli Fyrsta íslenska félagið í tuttugu ár Fyrst á Íslandi til að gefa tuttugu stoðsendingar í einum leik Elvar eitraður í endurkomu Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Ármenningar unnu botnslaginn Ótrúleg endurkoma Stólanna í Kósóvó Gaf 20 stoðsendingar í sigri Grindavíkur Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Ætla að skipta aðalstjörnunni í burtu Tvíburasysturnar óvænt hættar Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Sjáðu Grindavík klúðra viljandi til að vinna lygilegan sigur Tapað öllum án Sigurðar: „Ef hann er heill þá er hann bara í botni“ Uppfært: Þóttist mæta í bíó eins og Na'vi-kona úr Avatar Rekinn úr Keflavík en ráðinn á Skaganum „Eitt og annað sem við þurfum að vinna í“ „Viljum gera atlögu að titlinum en því miður er það ekki raunhæft“ Umfjöllun: ÍR-Keflavík 89-86 | ÍR-ingar byrja nýja árið vel Tryggvi allt í öllu á síðustu mínútunni í spennusigri Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 123-124 | Grindavík með ótrúlegan endurkomusigur Styrmir stigahæstur í fyrsta sigri ársins Hæsta konan í sögu bandaríska háskólaboltans bíður eftir leyfi „Toms mun færa okkur aukna vídd í sóknarleikinn“ „Þurfum að bæta varnarleikinn umtalsvert“ „Höldum áfram að berjast til að reyna að sleppa við fallið“ Umfjöllun: Tindastóll-Valur 99-108 | Fór illa með gömlu félagana í Síkinu Sjá meira