Handbolti

Tandri: Fórum upp á heilsu­gæslu eftir ÍR leikinn og fengum rot­varnar­efni

Andri Már Eggertsson skrifar
Tandri fagnar í leik Stjörnunnar fyrr á leiktíðinni.
Tandri fagnar í leik Stjörnunnar fyrr á leiktíðinni. vísir/hulda margrét

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, við sýnum ákveðinn karakter þó þetta hafi ekki verið sannfærandi en það eru stigin sem telja að leikslokum,” sagði Tandri Már Konráðsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn á ÍBV í Olís deild karla í kvöld.

„Við vissum að það væri erfitt að spila á móti þeirra þekktu vörn sem við leystum ágætlega, við vorum góðir varnarlega og átti Adam markmaður góðan leik,” sagði Tandri ánægður eftir leik.

Stjarnan missti flugið sem þeir voru á framan af leik og jafnaði ÍBV leikinn þegar skammt var eftir af leiknum sem endaði síðan með háspennu leik.

„Það koma alltaf sveiflur í svona leikjum og er okkar vinna núna að minnka lélegu kaflana, í þessum kafla vorum við að taka heimskulegar ákvarðanir og skjóta illa sem skilar sér í hraðahlaupum sem ÍBV eru bestir í.”

Tandri sagði að þeir ræddu um það í hálfleik að þétta vörnina og halda því sem frá var horfið í fyrri hálfleik því hann gekk vel.

Dagskrá Stjörnunnar er þétt þessa dagana og er næsti leikur á móti Aftureldingu á fimmtudaginn sem var frestaður vegna HM í Egyptalandi.

„Eftir seinasta leik á móti ÍR fórum við upp á heilsugæslu og fengum þar rotvarnarefni þar sem búið er að lengja lífið hjá okkur öllum,” sagði Tandri léttur og skaut á Kristinn Björgúlfsson sem sagði að Stjarnan væri með útbrunna leikmenn.


Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×