Lagið Þögnin fjallar um sambandsslit. Þau ósögðu orð þegar fólk fer sitt í hvora áttina og þær blendnu tilfinningar sem fólk finnur fyrir þegar ástarsambandi lýkur.
Lagið verður á komandi EP plötu Svölu sem heitir Andvaka. Bjarki Ómarsson, Bomarz sá um að pródúsera lagið, Skonrokk masteraði og Gréta Karen syngur bakraddir.
Hægt er að fylgjast nánar með Svölu á Facebook og Instagram.

Þessi grein birtist fyrst á Albumm.is. Albumm var stofnaður árið 2014 og fjallar um íslenska tónlist og menningu frá öllum hliðum. Hægt er að hafa samband í albumm@albumm.is.