Handbolti

Hol­stebro fyrsta liðið til að vinna GOG | SønderjyskE og Skjern með sigra

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Jóhannsson og félagar í SønderjyskE unnu Íslendingaið Ribe-Esbjerg.
Sveinn Jóhannsson og félagar í SønderjyskE unnu Íslendingaið Ribe-Esbjerg. vísir/andri marinó

Nokkuð var um óvænta sigra í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Holstebro varð fyrsta liðið til að vinan GOG, 35-30. Þá vann SønderjyskE fimm marka sigur á Ribe-Esbjerg, 28-23.

Óðinn Þór Ríkharðsson var ekki með Holsebro í dag er liðið vann óvæntan en einstaklega öruggan útisigur á GOG. Viktor Gísli Hallgrímsson átti ekki sinn besta leik í marki heimamanna en hann varði aðeins sex skot í marki GOG í dag eða rúm 18 prósent skot Holsebro.

Sveinn Jóhannsson skoraði eitt mark í fimm marka sigri SønderjyskE á Íslendingaliði Ribe-Esbjerg. Rúnar Kárason var markahæstur í liði Ribe-Esbjerg með fjögur mörk. Gunnar Steinn Jónsson skoraði þrjú mörk en Daníel Ingason komst ekki á blað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×